Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýr áfangi í byggingu tilbeiðsluhúss hefur náðst


4. mars 2017 Höfundur: siá
Mynd af lóð tilbeiðsluhússins

Hluti af 13 hektara landi þar sem getur að líta svæðið þar sem svæðismusteri framtíðarinnar mun rísa og hluta af Bosque Nativo skóginum, ásamt nágrannabyggðinni.

AGUA AZUL, Kólumbíu — Mikilvægur áfangi við byggingu svæðistilbeiðsluhúss í Agua Azul, þorpi í Norte del Cauca, Kólumbíu, náðist nýlega. Byggingarframkvæmdir hófust formlega í janúar, eftir undiritun samninga við byggingarfyrirtæki á staðnum.

Síðan fyrsta skóflustungan var tekin í maí 2016, hefur verið lokið við þriggja metra háa undirstöðu sem átján metra hátt tilbeiðsluhús mun standa á þegar lokið verður við það. Einnig er búið að klára undirbúningsvinnuna fyrir byggingar sem munu verða reistar í kringum það. Með tíð og tíma munu þessar byggingar verða málaðar í skærum litum eins og tíðkast í Kólumbíu.

Maður bleytir jarðveg

Byggingarfyrirtæki hefst handa í Agua Azul, þorpi í Norte del Cauca, Kólumbíu, þar sem tilbeiðsluhús verður byggt.

Samhliða byggingarframkvæmdunum hefur önnur starfsemi aukist, sem stuðlar að andlegri og efnislegri þróun samfélaga í nágrenni Norte del Cauca. Musterið hefur veitt innblástur fyrir þessa samfélagsstarfsemi og andi bæna, helgunar og þátttöku hefur stöðugt aukist á svæðinu.

Þessi sami andi hefur lýst sér í hagnýtum verkefnum. Frá þeim tíma þegar landareignin undir tilbeiðsluhúsið var keypt í desember 2013, hefur samfélagið hafið skógrækt á 11 hektara landi í nágrenni musterislandsins. Þetta frumkvæði hefur hjálpað til við að endurheimta gróður, sem einu sinni þakti landið, en hafði eyðst eftir margra ára einhæfa ræktun sykurreyrs. Vinnuhópurinn sem hefur helgað sig verkefninu hefur þegar tekist að rækta 43 tegundir plantna á landinu, sem vonir standa til að verði Bosque Nativo, eða sjálfsprottinn skógur.

Teikning musterisins í Norte del Cauca var birt árið 2014. Það er eitt af fyrstu bahá'í svæðistilbeiðsluhúsunum sem verða byggð, ásamt fjórum öðrum sem Allsherjarhús réttvísinnar tilkynnti um árið 2013.

(Bahá'í World News Service)

 

 

Starfshópur ræðir saman

Nokkrir meðlimir hópsins, sem vinnur að því að endurheimta skóg og jurtir á svæðinu, hittast til að skipuleggja starfið.

 

 

 

 

 

Unglingahópur

Unglingar og stálpuð börn hittast á Bosque Nativo svæðinu, sem er við hliðina á musterislandinu, til að biðja fyrir framkvæmdunum.

Hópur af fólki utandyra.

Meðlimir samfélagsins koma saman á stíg á Bosque Nativo svæðinu til að biðja fyrir byggingarframkvæmdunum.

Hópur fólks innandyra

Meðlimir samfélagsins koma saman til að íhuga hlutverk tilbeiðsluhússins í samfélagsuppbyggingunni í Norte del Cauca.

Ungur strákur við hliðina á plöntu.

Ungir sem aldnir taka saman þátt í að planta trjám og öðrum plöntum sem uxu áður á Bosque Nativo svæðinu.