Bahá'í útgáfan hefur endurútgefið yfirlýsingu Allsherjarhúss réttvísinnar frá 1985, sem nefnist Fyrirheit um heimsfrið. Allsherjarhús réttvísinnar er yfirstjórn Bahá'í trúarinnar, með aðsetur á Karmelfjalli í borginni Haifa í Ísrael. Þessi yfirlýsing er einstæð í sögu Bahá'í trúarinnar því henni er beint til þjóða heimsins og inniheldur bæði fyrirheit og varnaðarorð til alls mannkyns. Með því að kynna áhrifafólki á öllum sviðum þjóðlífsins þessa yfirlýsingu hafa bahá'íar viljað leggja sitt af mörkum til að gera að veruleika þrá alls mannkyns eftir friði og farsæld á jörð. Nýju útgáfuni fylgir inngangur og bætt heftur verið við fyrirsögnum og millifyrirsögnum til að auðvelda lesskilning.
Stríð hafa gegnum aldirnar verið eitt mesta böl mannkynsins. Menn bundu miklar vonir við að stofnun Sameinuðu þjóðanna myndi vísa mannkyninu veginn til friðar en fjömörg skref eru greinilega enn óstigin á þeirri vegferð. Um síðustu áramót voru 30 ár liðin frá Alþjóðlegu friðarári Sameinuðu þjóðanna. Á sínum tíma lagði Allsherjarhús réttvísinnar, fram í tilefni Friðarársins yfirlýsinguna Fyrirheit um heimsfrið. Þrátt fyrir að liðin séu 30 ár frá því að Fyrirheit um heimsfrið var fyrst gefið út er innihaldið jafn beinskeytt og mikilvægt og þær undirstöður varanlegs friðar, sem þar er bent á, kannski enn augljósari þeim sem lesa yfirlýsinguna í dag en fyrir 30 árum.