Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fyrirlestur í þjóðarmiðstöð bahá'ía 2. mars


23. febrúar 2017 Höfundur: rbadi76. Efnisflokkar: Fyrirlestrar, 'Abdu'l-Bahá
Mynd af 'Abdu'l-Bahá

'Abdu'l-Bahá ásamt bahá'íum frá Austurlöndum og nokkrum vestrænum pílagrímum. Myndin er tekin á Karmelfjalli líklega árið 1920.

Þann 2. mars 2017 munu Earl Redman ásamt konu sinni, Sharon OʼToole, halda fyrirlestur í þjóðarmiðstöð bahá'ía á Íslandi að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík, kl 20:00.

Hjónin eru búin að ferðast um allan heim og hafa heimsótt samfélög víða og boðið upp á fyrirlestra og dýpkanir um sögu bahá'í trúarinnar. 
Earl hefur reynslu af að halda fyrirlestra um ‘Abduʼl-Bahá, Shoghi Effendi og riddara Baháʼuʼlláh og er tilbúinn að bjóða upp á þessa fyrirlestra á Íslandi. Þeir eru venjulega um það bil ein klukkustund að lengd.

Earl er rithöfundur og hefur skrifað margar bækur – meðal annars ‘Abduʼl-Bahá in Their Midst sem fjallar um ferðir ‘Abduʼl-Bahá til Vesturlanda, Shoghi Effendi: Through the Pilgrimʼs Eye (tvö bindi) – og Sharon hefur unnið með kvennahópum á Írlandi og verið með námskeið í listrænni sköpun.