Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ridván-boð Allsherjarhúss réttvísinnar til bahá'ía um heim allan


21. apríl 2015 Höfundur: rbadi76. Efnisflokkar: Allsherjarhús réttvísinnar, Ridván, Ridvánboð
Aðsetur Allsherjarhúss réttvísinnar

Aðsetur Allsherjarhúss réttvísinnar í Haifa, Ísrael

Ridván-hátíðin, helgasta hátíð bahá’ía, er gengin í garð. Ridván (frb. riz-van)  er tólf daga hátíð frá 20. apríl til 2. maí og þá fagna bahá’íar því að Bahá’u’lláh, boðberi og höfundur bahá’í trúarinnar, kunngerði köllun sína þessa daga árið 1863. Þetta gerðist í svonefndum Ridván-garði í nágrenni Bagdað þar sem Bahá’u’lláh var í útlegð.  Ridván-hátíðin og páskar kristinna manna eru í eðli sínu ólíkar hátíðir en eiga þó eitt sameiginlegt: Þetta eru mestu hátíðir beggja trúarbragða og í þeim báðum er verið að fagna voninni og íhlutun Guðs í líf mannsins. Það er því afar viðeigandi að báðar þessar hátíðir skuli vera haldnar að vori.

Á Ridván-hátíðinni er kosið til andlegra svæðisráða og þjóðarráða um allan heim. Þessi ráð skipa níu bahá’íar sem kosnir eru árlega í leynilegum kosningum af öllum kosningabærum bahá’íum á viðkomandi svæði eða landi. Af þessu tilefni sendir æðsta stjórnstofnun bahá’í trúarinnar, Allsherjarhús réttvísinnar, árleg skilaboð sín til bahá’ía um allan heim. Þessi boð Allsherjarhússins á ridván-hátíðinni 2015 má lesa hér á íslensku og ensku.