Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fjölmenni á þriðja degi sumarskólans


24. júní 2018 Höfundur: siá
Bahá'í fjölskylda frá Færeyjum skemmti gestum skólans með söng

Bahá'í fjölskylda frá Færeyjum skemmti gestum skólans með söng

 

Í morgunn, laugardaginn 23. júní, fjallaði Dr. Mojgan Sami um efnið: "Umbreyting á tengslum milli einstaklinga, samfélaga og stofnana" á sumarskólanum að Ljósafossskóla. Hún lét “nemendur” sína vinna saman í hópum og velta fyrir sér því efni sem hún tók fyrir.

Eftir hádegi flutti Geoffrey Pettypiece sérstaklega áhugaverðan og áheyrilegan fyrirlestur um Bábinn, fyrirrennara Bahá'u'lláh.

Milli atriða og um kvöldið voru flutt ýmis tónlistaratriði og Dr. Mojgan sýndi á sér nýja hlið með því að segja gamansögur frá þeim tíma þegar hún starfaði sem sjálfboðaliði við Bahá'í heimsmiðstöðina í Landinu helga.

Um það bil 60 manns tóku þátt í skólanum í dag, en honum lýkur á morgun. 

Hægt er skoða myndir frá skólanum hér.