Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Háskólanemar í mörgum löndum hvattir til dáða


15. júní 2018 Höfundur: siá
ISGP námskeið fyrir háskólanema verða haldin í meira en 40 löndum á þessu ári. Þessir þátttakendur sóttu námskeið í Brasilíu.

ISGP námskeið fyrir háskólanema verða haldin í meira en 40 löndum á þessu ári. Þessir þátttakendur sóttu námskeið í Brasilíu.

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 14. júní 2018, (BWNS)– Tugir háskólanema á suðurhluta Florída, Bandaríkjunum, eyddu nýlega tveimur vikum — fyrstu vikum sumarleyfis þeirra — á óvenjulegan hátt. Þeir einbeittu sér að því að nema og eiga samráð um þjóðfélagsbreytingar. Þeir veltu fyrir sér hvað þeir geta gert, bæði sem einstaklingar og sameiginlega, til að vinna að friðsamri og réttlátri hnattvíðri siðmenningu.

Á næstu sex mánuðum munu svona hópar koma saman á ýmsum svæðum um allan heim. Þúsundir háskólanema frá norður, mið og suður Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu, munu sökkva sér niður í samskonar nám.

“Við tölum mikið um að ungmenni hafi getu og vilja til að breyta heiminum. En í þessu námi fáum við innsýn í hvað þeir eru í raun og veru færir um að áorka og fjöllum um hugsjónirnar sem blunda með þeim til að umbreyta þjóðfélaginu. Þú færð nasasjón af því hvernig, ef ungmenni hafa möguleika á að taka þátt í fræðslustarfi sem styður þá í að nýta sína vitsmunalegu og andlegu getu til að umbreyta þjóðafélaginu, þeir geta valdið straumhvörfum í samfélaginu,” ústkýrir Arash Fazli, sem hefur tekið þátt í þessu starfi í Asíu í mörg ár.

Hópur ungmenna sækja námskeið í Kazakhstan, þar sem námskeið hafa verið haldin frá 2010.

Ungmenni á námskeiði í Kazakhstan, þar sem námskeið hafa verið haldin frá 2010.

Námskeiðin eru í boði Fræðslustofnunar í hnattvíðri velmegun (the Institute for Studies in Global Prosperity, skammstafað ISGP). ISGP, stofnuð árið 1999, eru rannsóknar og fræðslusamtök sem eru innbláin af bahá'í kenningunum. Eitt af markmiðum ISGP er að kanna, í samstarfi við aðra, hvað vísindi og trúarbrögð geta lagt að mörkum til að efla siðmenningu. Hluti starfsins á vegum samtakanna er að efla getu einstaklinga og skapa vettvang fyrir nám til að bæta þjóðfélagið. ISGP býður árlega upp á fjögur samhangandi námskeið í þessum tilgangi.

Fyrir aðeins tíu áru sóttu 30 manns fyrsta ISGP námskeiðið fyrir háskólanema, sem var haldið í Kuala Lumpur, Malasíu. Síðan þá, hafa meira en 5000 nemar frá 103 landi sótt þessi námskeið.

Hér er safn ljósmynda af starfinu í ýmsum löndum.