Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýtt Andlegt þjóðarráð kosið á fyrra degi landsþings bahá'ía


27. maí 2018 Höfundur: siá

Þátttakendur á landsþingi ræddu framgang og stöðu bahá'í málstaðarins á Íslandi

Sveitastjórnarkosningar voru ekki einu kosningarnar sem fóru fram í dag, því nýtt Andlegt þjóðarráð bahá'ía var kjörið á fyrra degi landsþingsins, sem hófst í morgun í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1. Eftirfarandi náðu kjöri: Róbert Badí Baldursson (Kópavogi), Ólafur Bjarnason (Hafnarfirði), Elínrós Benediktsdóttir (Reykjavík), Matthías Pétur Einarsson (Reykjavík), Marta Aðalheiður Hinriksdóttir (Akureyri), Valentín Oliver Loftsson (Hafnarfirði), Kristín Svanhildur Ólafsdóttir (Mosfellsbæ), Shirin Naimy (Hafnarfirði) og Bee McEvoy (Hveragerði).

Kjörnir fulltrúar úr ýmsum samfélögum ásamt meðlimum fráfarandi Andlegs þjóðarráðs sitja þingið. Eysteinn Guðni Guðnason aðstoðarráðgjafi er fulltrúi Álfuráðs Evrópu. Í ávarpi sínu hvatti hann átrúendurna til að útbreiða trúna og setja varnanlegt mark á sögu Íslands.

Þátttakendur og gestir þingsins horfðu á heimildamyndina „Widening Embrace“ (Víðari faðmur), sem Allsherjarhús réttvísinnar lét gera. Myndin lýsir innsýn og reynslu sem fengist hefur í tilteknum byggðum og borgarhverfum, jafnt í strjálbýli sem þéttbýli. Þar er að þróast ferli við að byggja upp þróttmikil samfélög með aðgerðum sem byggja bæði á einstaklingsframtaki og samvinnu, og eru knúnar áfram af skuldbindingu við lærdóm um hvernig megi,  með orðum Bahá’u’lláh, „sýna í framkvæmd og verki það sem skráð hefur verið.“ 

Eftir lestur Ridván skilaboða Allsherjarhúss réttvísinnar hófst samráð um innihald þeirra. Auk þess var rætt um ýmis málefni sem snerta útbreiðslu og treystingu málstaðarins á Íslandi.