Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

40 manns komu saman á Yfirlýsingarhátíð Bábsins í þjóðarmiðstöðinni


24. maí 2018 Höfundur: siá
Chadman, sonur Hodu og Naimi segir frá yfirlýsingu Bábsins

Chadman, sonur Hodu og Naimi, segir frá yfirlýsingu Bábsins

Um það bil 40 manns komu saman í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, í gærkvöldi til að halda upp á Yfirlýsingarhátíð Bábsins, fyrirrennara Bahá'u'lláh. Yfirlýsing Hans átti sér stað í borginni Shíráz í Persíu 23. maí, árið 1844. Þessi atburður var upphaf bahá'í trúarinnar. Þetta kom meðal annars fram í ræðu sem Chadman, sonur Hodu Thabet og Nabeeh Naimi, flutti með miklum ágætum á hátíðinni. Raffaella Brizuela Sigurðardóttir flutti tvö lög og hópur átrúenda fór með bænir eftir Bábinn.

Hópnum frá New York var þakkað fyrir þeirra framlag

Hópur frá New York voru gestgjafar hátíðarinnar

Hópur sjálfboðaliða frá New York, undir handleiðslu námsráðgjafans Edward Dugger, undirbjó salinn og bauð gestum upp á gómsætar veitingar. Elínrós Benediktsdóttir, meðlimur Andlegs þjóðarráðs bahá'ía, þakkaði þeim fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu bahá'í samfélagins. Í máli hennar kom fram að Edward og stúlkurnar fjórar plöntuðu 150 trjám í lund sem Hafnarfjarðarbær úthlutaði bahá'í samfélaginu þar í bæ. Eins og sjá má á myndunum sem Gunnar Vilhelmsson tók ríkti sönn gleði og hamingja á þessari velheppnuðu hátíð.