Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Menntaskólastúlkur frá Bandaríkjunum planta trjám í gróðurreit bahá'ía í Hafnarfirði


21. maí 2018 Höfundur: siá
Stúlkurnar nutu þess að planta trjám á þessum fallega stað

Stúlkurnar nutu þess að planta trjám á þessum fallega stað

Edward Dugger bahá'íi frá New York kom með 4 unglingsstúlkur á aldrinum 16 til 17 ára til að vinna sjálboðaliðastarf á Íslandi. Stúlkurnar eru að ljúka menntaskóla og þetta sjálfboðaliðastarf er liður í námi þeirra. Edward starfar sem námsráðgjafi við skólann. Þetta er í fjórða sinn sem hann kemur með hóp hjálpsamra nemenda frá Bandaríkjunum.

Í dag sá hópurinn um að gróðursetja reynivið, sitkagreni, furu og fleiri trjátegundum í gróðurreit sem Hafnarfjarðarbær úthlutaði bahá'í samfélaginu í Hafnarfirði. Markmiðið er að planta 200 trjám í reitinn í tilefni af því að á síðasta ári voru liðin 200 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar.