Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ánægjuleg umdæmissamkoma í bahá'í þjóðarmiðstöðinni


19. maí 2018 Höfundur: siá
Ólafur Bjarnason, meðlimur þjóðarráðsins, sagði frá alþjóðaþinginu

Ólafur Bjarnason segir frá Alþjóðaþinginu í Ísrael

Umdæmissamkoma var haldin í þjóðarmiðstöð bahá'ía að Kletthálsi 1 í dag, laugardaginn 19. maí, 2018. Vinirnir komu saman til að ræða um starfið á svæðinu, skiptast á kennslusögum og setja sér markmið. Tveir meðlimir Andlegs þjóðarráðs bahá'ía, þau Elínrós Benediktsdóttir og Ólafur Bjarnason, sögðu frá ferð sinni á bahá'í alþjóðaþingið í Haifa, Ísrael, sem er nýafstaðið, en þar tóku meðlimir þjóðarráðsins, ásamt meðlimum annarra þjóðarráða víðs vegar að úr heiminum, þátt í kosningu Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stjórnstofnunar trúarinnar.

Sérstök dagskrá var fyrir börnin á meðan á umræðum stóð á umdæmissamkomunni. Þátttakendur áttu meðal annars samráð um nokkrar málsgreinar úr Ridvánskilaboðum Allsherjarhúss réttvísinnar. Landsþing bahá'ía verður haldið næstu helgi, en þar verða þessi skilaboð krufin til mergjar. Á landsþinginu munu 19 fulltrúar úr ýmsum bahá'í samfélögum á landinu kjósa nýtt andlegt þjóðarráð og eiga samráð um málefni málstaðarins á Íslandi.