Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Musteri Suður Ameríku brúar tvenna tíma


11. maí 2018 Höfundur: siá
Tilbeiðsluhúsið í Santíagó, Síle

Tilbeiðsluhúsið í Santíagó, Síle

SANTÍAGÓ, Síle, 11. maí 2018, (BWNS) — Bahá'í tilbeiðsluhús Suður Ameríku, staðsett í útjaðri Santíagó í hliðum Andesfjalla, er nú orðið eins og hálfs árs gamalt. Á þeim tíma hafa hundruðir þúsunda gesta heimsótt þessa uppljómuðu byggingu, sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun arkitekta.

Barnakennsla í byggingu í landareign musterisins

Barnakennsla í byggingu á landareign musterisins

En áhrif musterisins hafa fyrst og fremst falist í því að það hefur snortið hjörtu og hugi fólksins í Santíagó og víðar í landinu. “Fólkið skilur að tilbeiðsluhúsið gegnir því hlutverki að efla andlegan þroska þjóðfélagins,” útskýrir Rocio Montoya, starfsmaður kynningarskrifstofu bahá'í samfélagsins í Síle.

“Margar fjölskyldur koma í musterið. Trúarhópar koma til að biðjast fyrir. Eldra fólk kemur líka hingað, borðar nesti og spjallar saman í nágrenni musterins. Fleiri og fleiri líta á tilbeiðsluhúsið sem sitt musteri.”

Tilbeiðsluhúsið hefur orðið að griðastað fyrir þúsundir gesta, sem koma hingað til að njóta náttúrufegurðar og biðjast fyrir í kyrrlátu andrúmslofti musterisins. Sumir taka þátt í margs konar uppbyggjandi samræðum og starfsemi sem beinist að því að bæta nærliggjandi samfélög.

Unglingar sækja uppbyggjandi námskeið á vegum bahá'í samfélagins

Unglingar sækja uppbyggjandi námskeið á vegum bahá'í samfélagins

“Ungt fólk kann sérstaklega vel að meta starfsemina sem fer fram á landareign musterisins. Hún hjálpar því að öðlast dýpri og göfugri tilgang,” segir Jenny Perez, fulltrúi bahá'í samfélagsins í Síle. “Unglingarnir einbeita sér ekki eingöngu að því að öðlast meiri þroska, sem er mjög mikilvægt, heldur einnig að þróun sinna samfélaga.”

Þetta tilbeiðsluhús, síðasta álfutilbeiðslhúsið, er brú milli tveggja tíma. Háþróuð bygging þess vitnar um skapandi hugsun í arkitektúr, líkt og hin álfutilbeiðsluhúsin. En eins og þjóðartilbeiðsluhúsin sem eru nú að rísa er tilbeiðsluhúsið umlukið kraftmikilli samfélagsuppbyggingu.

Musterið hefur orðið að miðdepli lærdóms um hin lifandi tengsl milli tilbeiðslu og þjónustu við mannkynið. Samfélagið í nágrenni þess hefur unnið markvisst að gróðurrækt á landinu. Musterið hýsir námskeið í siðferðis- og andlegri eflingu ungmenna, sem hafa helgað sig framþróun samfélaga sinna. Auk þess eru fjölmargir aðrir atburðir haldnir á landareigninni, sumir í samstarfi við bæjaryfirvöld og aðrir í tengslum við hjálparsamtök staðarins, eða á landsvísu.

Fleiri myndir sem tengjast þessari frétt eru hér.