Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fulltrúarnir halda heim á leið endurnærðir og innblásnir


4. maí 2018 Höfundur: siá
Beðist fyrir við helgidóm Bahá'u'lláh á tólfta degi Ridván

Beðist fyrir við helgidóm Bahá'u'lláh á tólfta degi Ridván

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 3. maí 2018, (BWNS) — Hinu einstaka bahá'í alþjóðaþingi lauk í gær með hátíðarhöldum á tólfta degi Ridván við helgidóm Bahá'u'lláh.

Eftir kosningu Allsherjarhúss réttvísinnar á fyrsta degi þingsins, eyddu fulltrúarnir næstu þremur dögum til að fræðast um það hvernig kenningar Bahá'u'lláh eru hagnýttar í samfélögum og þjóðfélögum. Þeir könnuðu líka hvernig hægt er að deila þessari reynslu með þeim sem hafa áhuga á að efla einingu og frið.

“Það er svo fallegt að sjá heiminn koma saman til að eiga samráð—karla og konur með margs konar menningarbakgrunn og á ýmsum aldri, vinna saman hlið við hlið til að byggja upp nýja veröld,” sagði Yevgeniya Poluektova, fundarstjóri síðasta fundarins, þegar hún sleit umræðunum þann daginn.

Síðasta dag samráðshlutans ræddu fulltrúarnir um hlutverk bahá'í samfélaga í þjóðlífinu. Þeir ræddu sérstaklega um þróunarstarf og þátttöku í ráðstefnum þar sem rætt er um aðkallandi þjóðfélagsmál.

Fulltrúar ganga að helgidómi Bahá'u'lláh í Bahjí

Fulltrúarnir eru nú á leið heim eftir stórkostlegt þing 

Ouawi Tchompaare frá Chad sagði frá bahá'í innblásnu þróunarstarfi í sínu landi sem styður tugi samfélagsskóla bæði í sveitum og borgum. “Við einbeitum okkur á þessu stigi að tvenns konar verkefnum: heilsuvernd, sem leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og hreinlæti, og landbúnaði, einkum hvað lítur að fæðutegundum og akuryrkju.

“Við sjáum mikla breytingu meðal barnanna í þessum skólum hvað varðar heilsuvernd og hreinlæti, sem hefur leitt til þess að fjölskyldur taka upp nýja lifnaðarhætti á heimilum sínum,” sagði Ouawi Tchompaare.

“Í Kazakhstan hefur fólk miklar áhyggjur af svartsýni meðal ungs fólks. Bahá'í samfélagið tekur þátt í umræðum um andleg viðhorf ungmenna. Reynslan sýnir að bahá'í kenningarnar veita ungmennum nýja von og leið til að taka þátt í jákvæðri breytingu,” sagði Lyazzat Yangaliyeva, fulltrúi frá Kazakhstan.

Á vef Bahá'í World News Service, á miðri síðunni, er stutt en vandað myndband um alþjóðaþingið.  Þar eru líka fleiri ljósmyndir frá þinginu.