Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ný kvikmynd um starfsemi samfélaga víða um heiminn


2. maí 2018 Höfundur: siá
Ný kvikmynd um starfsemi bahá'í samfélaga er aðgengileg á bahai.org

Ný kvikmynd um starfsemi bahá'í samfélaga er aðgengileg á bahai.org

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 2. maí 2018, (BWNS) —Ný heimildamynd um hvernig bahá'í samfélög eru að bæta þjóðfélagið var frumsýnd í dag á Bahai.org.

A Widening Embrace segir frá þeirri umbreytingu sem er að eiga sér stað í 24 ólíkum samfélögum víða um heiminn. Myndin fjallar aðallega um þrjú atriði: almenna þátttöku sem stuðlar að velferð allra, mikilvægi þess að ungt fólk taki virkan þátt í því að umbreyta þjóðfélaginu og þróunarstarf sem á rætur sínar að rekja til andlegrar vakningar meðal íbúanna.

Kvikmyndin var sýnd á tólfta alþjóðlega bahá'í þingingu í Haifa að viðstöddum 1300 fulltrúum. Myndin, sem er 77 mínútur að lengd, var gerð að beiðni Allsherjarhúss réttvísinnar, æðstu stofnunar bahá'í trúarinnar. Hún er fáanleg á ýmsum tungumálum. Hægt er að horfa á myndina hér