Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fulltrúar halda upp á Ridván hátíðina í Bahjí


30. apríl 2018 Höfundur: siá

 

Meira en 2000 fulltrúar tóku þátt í helgiathöfn í Bahjí

Fulltrúar ganga hringinn í kringum helgidóm Bahá'u'lláh í Bahjí á 9. degi Ridván

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 30. apríl 2018, (BWNS) — Meira en 2000 manns, þverskurður mannkyns, hittust í Bahjí í dag til að halda upp á Ridván hátíðina til minningar um opinbera köllun Bahá'u'lláh sem boðbera Guðs.

Fólkið eru fulltrúar meira en 160 landa, sem taka þátt í tólfta alþjóðaþinginu. Margir fulltrúanna klæddust þjóðbúningum landa sinna, til vitnis um fjölbreytleika bahá'í samfélagsins.

Söguleg yfirlýsing Bahá'u'lláh átti sér stað fyrir 155 árum í garði sem Hann kallaði Ridván, en það þýðir „paradís”. Garðurinn var á bökkum Tigrisárinnar, nálægt Bagdað. Bahá'u'lláh og hópur félaga Hans dvöldu í garðinum í 12 daga. Á þeim tíma kunngerði Hann jafnframt þær andlegu grundvallarkenningar sem eru kjarninn í boðskap Hans. Þær eru til marks um nýtt stig í þróun lífs á jörðinni.

Ridvánhátíðin er álitin mesta gleðihátíð ársins meðal bahá'ía um allan heim.

Meira en 2000 fulltrúar fagna Ridván hátíðinni í Bahjí

Meira en 2000 fulltrúar fagna Ridván hátíðinni í Bahjí

 Á síðu Bahá'í World News Service (Alþjóðlegu bahá'í fréttaveitunnar) er hægt að horfa á myndband af atburðinum og fleiri ljósmyndir eru hér.