Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fulltrúar kjósa Allsherjarhús réttvísinnar


30. apríl 2018 Höfundur: siá

 

Meðlimir andlegra þjóðarráða kjósa Allsherjarhús réttvísinnar

Meðlimir andlegra þjóðarráða kjósa Allsherjarhús réttvísinnar

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐINNI, 29. apríl 2018, (BWNS) — Fulltrúar meira en 160 þjóðarsamfélaga kusu fyrr í dag Allsherjarhús réttvísinnar. Meira en 1300 fulltrúar bahá'í heimssamfélagsins greiddu atkvæði sín á sviði alþjóðlegu ráðstefnuhallarinnar í Haifa. Alls voru meira en 1500 atkvæði greidd, að meðtöldum utankjörstaðaatkvæðum.

Fulltrúi frá Ghana biðst fyrir áður en kosningin hefst

Fulltrúi frá Ghana biðst fyrir áður en kosningin hefst

Fulltrúarnir eru allir meðlimir Andlegra þjóðarráða. Atkvæðagreiðslan er leynileg. Enginn kosningaáróður er leyfður. Enginn býður sig fram og ekki er stungið upp á neinum frambjóðendum. Fulltrúarnir greiða í bænaranda þeim níu einstaklingum sem þeir telja að séu hæfastir til að þjóna trúnni sem meðlimir Allsherjarhúss réttvísinnar.

Allt frá fyrsta alþjóðlega bahá'í þinginu árið 1963, hefur Hús réttvísinnar varðveitt einingu bahá'í samfélagsins. Það hefur leiðbeint því til að byggja upp heimssiðmenningu og gera sýn Bahá'u'lláh um frið að veruleika. Á síðu Bahá'í World News Service (Alþjóðlegu bahá'í fréttaveitunnar) er hægt að horfa á myndband frá kosningunni.

Fleiri ljósmyndir frá þinginu hér