Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar á suð-vestur horninu fagna nýju ári


19. mars 2018 Höfundur: siá
Bahá'íar á Vesturlandi halda hátíð til að fagna nýjú ári

Bahá'íar á suð-vestur horninu halda hátíð til að fagna nýju ári.

Við sólsetur 20. mars gengur bahá'í árið 175 í garð. Þessi helgidagur nefnist "naw-rúz" sem þýðir nýr dagur. Bahá'íar á suð-vestur horninu halda veglega hátíð af því tilefni. Með naw-rúz lýkur bahá'í föstunni, sem stendur í 19 daga, frá kl 6 á morgnanna til 6 á kvöldin. Á föstunni neyta fullorðnir bahá'íar hvorki votts né þurrs. Henni er ætlað að hjálpa átrúendunum að öðlast meiri andlegan þroska. Hún á líka að minna þá á þjáningar milljónir manna um allan heim sem eiga hvorki til hnífs eða skeiðar. Á þessum tíma undirbúa bahá'íar sig undir næsta ár með lestri helgirita og bæna. Þeir sem eru veikir, stunda erfiðisvinnu, vanfærar konur, konur með börn á brjósti eða á blæðingum, þeir sem eru komnir yfir sjötugt og þeir sem eru á ferðalögum eru undanþegnir föstunni. Að þessu sinni halda bahá'íar hátíðina í félagsheimilinu Árskógum 4 í Breiðholti og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.