Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Mikilsvirtir lögfræðingar segja Íran til syndanna


12. febrúar 2018 Höfundur: siá

 

Vefur um ofsóknir gegn bahá'ium í íran var opnaður 18. janúar síðastliðinn

Vefur um ofsóknir gegn bahá'ium í íran var opnaður 18. janúar síðastliðinn

BIC (Alþjóðlega bahá'í samfélagið) NEW YORK, 10. febrúar 2018, (BWNS)—25 valinkunnir fræðimenn og lögfræðingar sem hafa sérhæft sig í mannréttindamálum birtu í dag opið bréf þar sem þeir hvöttu Mohammad Javad Larijani, yfirmann mannréttinda í Íran, að viðurkenna að bahá'í samfélagið hafi sætt og sæti enn langvarandi ofsóknum af hendi ríkisstjórnar landsins, í ljósi nýrra sannanna, sem hafa komið í ljós. Bréfið birtist í dag í breska blaðinu The Times.

Bréfið kemur í kjölfar vefsins Archives of Baha’i Persecution in Iran sem var opnaður fyrir skömmu. Á vefnum hefur verið safnað saman opinberum skjölum, skýrslum, vitnisburðum, hljóðskrám og myndböndum sem skipta þúsundum. Þessi gögn sýna svo ekki verður um villst fram á endalausar ofsóknir. Nánar af þessu máli á vef Alþjóðlegu bahá'í fréttaveitunnar hér.