Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýtt fræðslusetur opnar við bahá'í tilbeiðsluhúsið í Nýju Delhí


27. janúar 2018 Höfundur: siá
Ungmenni, mörg úr næsta nágrenni við tilbeiðsluhúsið í Nýju Delhi, undirbúa sig til að þjóna íbúunum í sínum samfélögum

Ungmenni í Nýju Delhi undirbúa sig til að þjóna íbúunum í sínum samfélögum

NÝJU DELHÍ, 25. janúar 2018, (BWNS) —Bahá'í tilbeiðsluhús eru stofnanir þar sem tilbeiðsla á Guði er samþætt þjónustu við mannkynið. Þetta samspil er orðið sýnilegra við lótusmusterið í Nýju Delhí með opnun nýs fræðsluseturs á landsvæði þess.

“Tilgangurinn með þessari miðstöð er að efla samfélagið,” útskýrir Shaheen Javid framkvæmdastjóri tilbeiðsluhússins. Fræðslusetrið, sem rúmar hundruði manna, verður notað til að halda vinnubúðir og námskeið fyrir ungmenni og ungt fullorðið fólk sem tekur þátt í átaki til að bæta samfélög þeirra.

Þúsundir ungmenna í Delhí, innblásnir af bahá'í meginkenningunni um eind mannkyns, mynda kjarnann í víðtækri samfélagsstarfsemi. Um alla borgina, sinnir þetta unga fólk andlegri fræðslu fyrir börn, sem þroskar vitund þeirra um einingu allra þjóða, kynþátta og trúarbragða. Það hjálpar líka unglingum til að öðlast færni í að tjá sig og eflir getu þeirra til að þjóna sínum samfélögum.

Mörg ungmennanna skipuleggja bænastundir í ýmsum hverfum borgarinnar. Þessar samkomur tengja íbúana saman og stuðla að friði. Þau sjá einnig um og taka þátt í kennslustundum sem hjálpa fullorðnu fólki að fræðast um andlegt eðli tilverunnar og til að láta gott af sér leiða í þeirra samfélagi og í þjóðfélaginu.

Nýja fræðslusetrið er staðsett á landi tilbeiðsluhússins

Nýja fræðslusetrið

“Þetta unga fólk sem tekur þátt í þessu ferli er farið að gera sér grein fyrir mikilvægi andlegs þroska,” sagði Carmel Moghbelpour, framkvæmdastjóri upplýsingaskrifsofu fyrir almenning, sem starfar við tilbeiðsluhúsið. “Þar sem þeir geta nú stundað sitt nám í nýrri byggingu geta þeir byrjað hvern dag með bænum í tilbeiðsluhúsinu.”

“Að hafa svo öfluga og vaxandi hreyfingu ungmenna sem helgar sig þjónustu við sín samfélög, en mörg þeirra koma úr nærliggjandi hverfum, sem hittast og læra saman við hliðina á tilbeiðsluhúsinu er alveg einstakt. Það gefur okkur smá innsýn inn í hvað það þýðir að hafa tilbeiðsluhús þar sem samfélagið getur hist til að einbeita sér að þjónustu og til að sameinast í bæn,” sagði Tabriz Alam, sem aðstoðar við að samræma bahá'í fræðslustarfið í Nýju Delhí.

Nýtt lestarstöð nálægt musterinu

Nýtt lestarstöð nálægt musterinu

Fyrir utan opnun þessa fræðsluseturs, hafa átt sér stað mikilvægar samgöngubætur við tilbeiðsluhúsið með opnun nýrrar lestarstövar í næsta nágrenni þess. Síðast þegar lestarsamgöngur voru auknar árið 2019 jókst árlegur heildarfjöldi gesta úr 3 milljónum upp í 5.6 milljónir. Starfsfólkið við tilbeiðsluhúsið reiknar með samskonar aukningu við opnun þessarar nýju leiðar.

Tilbeiðsluhúsið í Nýju Delhí, sem var vígt árið 1986, tekur á móti 10,000–15,000 gestum á virkum dögum og meira en 35,000 um helgar. Það er eitt af átta bahá'í tilbeiðsluhúsum um víða veröld. Þessar byggingar, þar með talin svæðisbundin musteri og þjóðarmusteri, sem eru byrjuð að skjóta upp kollinum, eru tákn um hugsjónina um einingu mannkyns og eru eins og skær ljós í sínum samfélögum.