Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tónleikar á afmælisári


16. janúar 2018 Höfundur: siá
Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir

Halli Reynis og Vigdís Jónsdóttir

 

Föstudaginn 26. janúar, kl. 19:30 verða haldnir tónleikar í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar. Einar Ágúst mun spila nokkur af sínum þekktustu lögum og Halli Reynis, sem átti lagið "Vinátta" sem komst í úrslit í Júróvision árið 2013, tekur lög eftir sig ásamt harmoníkuleikaranum Vigdísi Jónsdóttur. Aðrir sem koma fram eru Hlöðver Bernharður Jökulsson, Óskar Guðnason, Svanur Gísli Þorkelsson, Kristín Svanhildur Ólafsdóttir, Reginn Egilsson og ekki síst Raffaella Brizuella Sigurðardóttir. Birna Ragnarsdóttir tónar bæn og Listasmiðjan sýnir dans. Miðpunktur kvöldisins verður þó hin frábæra heimildamynd "Ljós fyrir heiminn" sem var gefin út af Bahá'í heimsmiðstöðinni í tilefni afmælisársins. Athugið að atburðurinn hefst kl. 19:30, hálftíma fyrr en áður var auglýst. Húsið opnar klukkan 19. Andlegt svæðisráð bahá'ía í Kópavogi skipuleggur atburðinn. Búinn hefur verið til Facebook viðburður af þessu tilefn. Sjá: Tónleikar á 200 ára afmælisári

Einar Ágúst mun flytja nokkur af sínum þekkustu lögum í bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, föstudagskvöldið 26. janúar.

Einar Ágúst mun flytja nokkur af sínum þekkustu lögum í bahá'í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1, föstudagskvöldið 26. janúar.