Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Árið 2017 var viðburðaríkt meðal bahá'ía um víða veröld


7. janúar 2018 Höfundur: siá
Árið 2017 var viðburðaríkt

Árið 2017 var viðburðaríkt

 

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN, 2. janúar 2018, (Alþjóðlega bahá'í fréttaveitan - BWNS) – Margir merkir atburðir í bahá'í samfélaginu áttu sér stað á árinu 2017.

 

Tilbeiðsluhús

Fyrsta bahá'í staðartilbeiðsluhúsið var vígt í Battambang, Kambódíu, í september, þegar ekki var liðið ár frá því að síðasta álfumusterið var tekið í notkun árið 2016. “Það dagar á ný,” skrifaði Allsherjarhús réttvísinnar um viðburðinn.

Bahá'í samfélagið í Norte del Cauca, Kólombíu, er nú að undirbúa sig fyrir vígslu síns eigins staðartilbeiðsluhúss. Byggingarframkvæmdir hófust í janúar og eru nú langt á veg komnar. Hægt er að horfa á myndband af framkvæmdunum á síðasta ári hér.

Bahá'íar á Tanna, Vanuatu

Bahá'íar á Tanna, Vanuatu klæddust þjóðbúningum sínum til að fagna því að lokið hafði verið við teikningu tilbeiðsluhússins

 

Lokið var við teikningu af staðartilbeiðsluhúsinu á eyjunni Tanna í Vanuatu í júní. Meira en þúsund manns komu saman á eyjunni til að fagna því þegar teikning musterisins var sýnd í fyrsta sinn.

Frá þeim tíma þegar tilbeiðsluhús Suður Ameríku var opnað almenningi fyrir um það bil ári síðan, hafa hvorki meira né minna en 500 þúsund manns heimsótt það. Meira en 75,000 heimsóttu það í október, þegar tvöhundruð ára hátíðahöldin fóru fram. Byggingin hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir arkitektúr þess.

Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Síle. Myndin var tekin í júlí

Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Síle. Myndin var tekin í júlí

 

200 ára afmælið

Tvö hundruð ára afmæli Bahá'u'lláh gaf bahá'íum tækifæri til að minnast ævi Hans og hugleiða þau áhrif sem kenningar Hans hafa haft fyrir mannkynið og rifja upp sögu trúarbragðanna sem Hann stofnsetti á nítjándu öld í Persíu. Bahá'í rúin hefur nú öðlast stöðu heimstrúarbragða, en hún sameinar ótrúlega fjölbreytt samfélög er vinna öll að sama markmiði.

 

Markmið kenninga Bahá'u'lláh er fyrst og fremst að byggja upp siðmenningu er byggir á sýn Hans um einingu mannkyns.

“Bahá'u'lláh biður okkur um að þróa með okkur tilfinningu fyrir því að við séum heimsborgarar og að við berum öll ábyrgð á framtíð jarðarinnar. Sem bahá'íar, búið þið yfir þekkingu sem getur varðað leiðina að bjartari framtíð fyrir komandi kynslóðir og nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfa raddir fylgjenda Bahá'u'lláh að heyrast,” sagði fastafulltrúi Panama hjá Sameinuðu þjóðunum Laura Elena Flores Herrera á Baha’i International Community bicentenary gathering sem haldin var í New York.

Samkoma í Santa Tecla, El Salvador, sem haldin var í tilefni 200 ára afæmlisins

Samkoma í Santa Tecla, El Salvador, sem haldin var í tilefni 200 ára afmælisins

 

 

Kvikmyndin "Ljós fyrir heiminn," var sýnd um allan heim í tilefni hátíðarhaldanna. Hægt er að horfa á myndina með íslenskum texta hér. “Eftir að ég horfði á kvikmyndina, sá ég að fólk um allan heim er að starfa í þessum anda, og ég gerði mér grein fyrir því hve blessuð ég er að vera í hópi þeirra sem taka þátt og eru að nema orð Bahá'u'lláh,” sagði ung manneskja í Japan að lokinni sýningu myndarinnar.


Svipmyndir af hátíðarhöldunum um allan heim birtust á bicentenary.bahai.org - Þar er líka hægt að lesa bréf frá Allsherjarhús réttvísinnar sem samið var af þessu tilefni. Á vefnum er einnig hægt að horfa á beinu útsendingarnar sem sendar voru frá öllum bahá'í álfutilbeiðsluhúsunum meðan á hátíðarhöldunum stóð.

 

 

Ytri samskipti

Um það bil 200 ávörp bárust frá embættismönnum í tilefni af tvö hundruð ára afmælinu. Um 30 þessara bréfa voru frá þjóðarleiðtogum og mörg þeirra fjölluðu um það framlag sem bahá'íar leggja af mörkum til að stuðla að friði, jafnrétti og menntun.

Nokkrir þeirra leiðtoga sem sendu ávörp í tilefni af 200 ára afmælinu

Nokkrir þeirra leiðtoga sem sendu ávörp í tilefni af 200 ára afmælinu. Efst (vinstri til hægri): Forsætisráðherra Indlands Narendra Modi; forsætisráðherra Bretlands Theresa May; fyrsti forseti Zambíu Kenneth Kaunda. Neðst (vinstri til hægri): Forsætisráðherra Bangladesh Sheikh Hasina; forsætisráðherra Singapore Lee Hsien Loong; og Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.


Bahá'í samfélagið lagði fram tillögur sínar um aðkallandi málefni, svo sem hlutverk trúarbragða í þjóðfélaginu, flóttamenn, frið, náttúruvernd, menntun og jafnrétti kynjanna á ýmsum samkomum ópólitískra félagasamtaka.

 

Aydan Özoguz, ráðherra um málefni flóttamanna í Þýskalandi, talar á fundi sem haldinn var sameiginlega af bahá'í samfélaginu í Þýskalandi og styrktarsamtökum Önnu Frank

Aydan Özoguz, ráðherra um málefni flóttamanna í Þýskalandi, talar á fundi sem haldinn var sameiginlega af bahá'í samfélaginu í Þýskalandi og styrktarsamtökum Önnu FrankListir, menning og útgáfa

Sýningar í þekktum söfnum og margs konar framlög listamanna litu dagsins ljós á árinu.

Klassískir tónleikar í Stokkhólmi, Svíþjóð, í tilefni afmælisins

Klassískir tónleikar í Stokkhólmi, Svíþjóð, í tilefni afmælisinsVerk bahá'í listamannsins Mark Tobey voru til sýnis í Guggenheim safninu í Feneyjum í nokkra mánuði. Sýning á ritum Bahá'u'lláh var einnig opnuð í British museum (Breska þjóðminjasafninu) í London. Fyrirtækið Margraf gekkst fyrir sýningu í Palladio safninu á Ítalíu af ýmsum þekktustu byggingum bahá'í trúarinnar, sem byggðar voru úr ítölskum marmara.

Frumhandrit með rithönd Bahá'u'lláh til sýnis  í Breska þjóðminjasafninu

Frumhandrit með rithönd Bahá'u'lláh til sýnis í Breska þjóðminjasafninu


Margir minningartónleikar voru haldnir í ýmsum löndum til að minnast hins mikilsmetna bahá'í tónlistarmanns Dizzy Gillespie, sem hefði orðið 100 ára á þessu ári.

Bahá'í samfélagið sendi frá sér mikið af ritum á árinu. "Days of Remembrance," samantekt úr ritum Bahá'u'lláh fyrir helgidaga var gefin út í fyrsta sinn, til undirbúnings fyrir hátíðarhöldin. Ný útgáfa tímaritsins "The Bahá'ís" var gefið út í september, og opinber heimasíða fyrir bahá'í samfélagið í Íran var opnuð í febrúar. Vefur Alþjóðlegu bahá'í fréttaveitunnar var einnig opnaður eftir miklar endurbætur í mars og bahá'í gagnabankinn birti nýtt safn mynda í september. Sömuleiðis veitti vefur sem settur var upp í tilefni af tvöhundruð ára afmælinu innsýn í hátíðarhöldin um allan heim, en hann er enn opinn.

Nýtt bindi af bahá'í helgiritum, Days of Remembrance, var gefið út á árinÍ því eru töflur eftir Bahá'u'lláh sem fjalla um helgidaga trúarinnar

Nýtt bindi af bahá'í helgiritum, Days of Remembrance, var gefið út á árinu. Í því eru töflur eftir Bahá'u'lláh til notkunar á helgidögum trúarinnar

 

Ný útgáfa ritsins "The Bahá'ís" var gefin út í september

Ný útgáfa ritsins "The Bahá'ís" var gefin út í septemberOfsóknir í Íran og Jemen

Allt árið, sem einkenndist af hátíðarhöldum um víða veröld, máttu bahá'í samfélög í Íran og Jemen þola áframhaldandi ofsóknir.

Hópur fimm bahá'í kvenfanga og fimm annarra samviskufanga bjuggu til hvítt hekl úr silki til heiðurs 200 ára afmælinu.

Hópur fimm bahá'í kvenfanga og fimm annarra samviskufanga bjuggu til hvítt hekl úr silki til heiðurs tvöhundruð ára afmælis Bahá'u'lláh.

 

Yfirvöld handtóku 25 bahá'ía í apríl í borginni Sana’a. Þar á meðal háttsetta ættarhöfðingjann Walid Ayyash. Enn er ekki vitað hvar hann er niðurkominn. Meðan á hátíðarhöldunum í tilefni 200 ára afmælisins stóð réðust öryggissveitir á litla bahá'í samkomu, hleyptu af skotum og handtóku Akram Ayyash, bróður Walids.

Ofsóknir í Íran héldu áfram án afláts allt árið, sem fólust meðal annars í því að Bahá'í ungmönnum var á skipulagðan hátt neitað um inngöngu í háskóla, bahá'í samfélagið sætti efnahagslegum ofsóknum og öðrum mannréttindabrotum.

Undir lok ársins voru þrjú úr hópi sjö bahá'í leiðtoganna sem þekktur er undir nafninu “Yaran” (vinir) sem höfðu setið saklaus í fangelsi í tíu ár, leyst úr haldi. Yaran hópurinn er hópur bahá'ía sem annaðist stjórnarfarsleg málefni bahá'í samfélagsins í Íran. Þau voru handtekin árið 2008. Hópurinn var myndaður með fullri vitund og samþykki stjórnvalda, eftir að formlegar bahá'í stofnanir voru lýstar ólöglegar í Íran árið 1980. Mahvash Sabet, 64, Fariba Kamalabadi, 55, og Behrooz Tavakkoli, 65, hafa afplánað fangelsisvist sína og eru ekki lengur í haldi, en fjórir meðlimir hópsins eru enn í fangelsi.

Mahvash Sabet (vinstri) og Fariba Kamalabadi (hægri) afplánuðu nýlega ótéttmætri 10 ára fangelsisvist, fyrir að hafa verið meðlimir Yaran hópsins

Mahvash Sabet (vinstri) og Fariba Kamalabadi (hægri) afplánuðu nýlega óréttmæta 10 ára fangelsisvist, fyrir að hafa verið meðlimir Yaran hópsins