Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Leiðtogar í Afríku fjalla um menntun og velferð barna í álfunni


4. janúar 2018 Höfundur: siá
Þrítugasta ráðstefna sérfræðinga um réttindi og velferð barna var haldin 6. desember í höfuðborg Súdan. Þessi ráðstefna er haldin annað hvert ár. Að þessu sinni var skrifstofu á vegum Alþjóðlega bahá'í samfélagsins boðið að taka þátt.

Ráðstefna um réttindi og velferð barna í Afríku

31. desember, 2017 – Alþjóðlega bahá'í fréttaveitan

KHARTOUM, Súdan — Afrískir leiðtogar, sem hafa áhyggjur af stöðu barna í heimsálfunni, komu saman 6. desember í höfuðborg Súdan, Khartoum, til að ræða um réttindi barna og velferð þeirra. Þetta var í þrítugasta sinn sem þessi mikilvæga samkoma var haldin, en hún er haldin annað hvert ár.

Fulltrúar ríkisstjórna frá Súdan, Angólu, Kamerún og Sierra Leone sóttu fundinn, ásamt meðlimum ópólitískra samtaka sem starfa innan Sameinuðu þjóðanna. Á meðal þeirra samtaka sem tóku virkan þátt í ráðstefnunni var deild innan Alþjóðlega bahá'í samfélagsins, sem rekur skrifstofu í Addis Ababa. Starfsfólk skrifstofunnar setti fram skýra sýn í þessum málaflokki.

“Alþjóðlega bahá'í samfélagið er auðvitað ekki komið hingað til að leggja fram sérstaka stefnumörkun,” sagði dr. Solomon Belay, fulltrúi skrifstofunnar. “Hins vegar viljum við benda á og skoða nokkur veigamikil atriði varðandi velferð og hagsæld barna.”

Þar má nefna menntun stúlkna, mikilvægi þess að varðveita tign og göfgi allra manna, að veita börnum bæði andlega og efnislega menntun og að leggja einingu mannkyns til grundvallar öllu þessu starfi.

Fulltrúar á ráðstefnunni um réttindi og velferð barna

Fulltrúar á ráðstefnunni um réttindi og velferð barna í Afríku

Bahá'í sendinefndin benti á hversu mikilvægt það er að efla ungt fólk, að tryggja öryggi þess og velferð í þjóðfélaginu og að stuðla að samfélagslegum þroska þess.

“Til þess að virkja megi þá miklu getu og hæfni sem býr í börnum og unglingum, er það mjög aðkallandi fyrir þjóðfélagið að taka höndum saman um að efla andlegan og siðferðilegan þroska ungs fólks í heimsálfunni,” sagði dr. Solomon Belay.