Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Þriðji meðlimur Yarán hópsins lýkur 10 ára afplánun


7. desember 2017 Höfundur: siá
Behrouz Tavakkoli

Behrouz Tavakkoli

Behrouz Tavakkoli, 66 ára gamall, hefur verið leystur úr haldi eftir að hafa afplánað 10 ára fangelsisvist, sem hann var dæmdur í fyrir falskar og upplognar sakir. Hann leið miklar kvalir í fangelsinu. Behrouz er einn af þeim 7 bahá'íum sem gengu undir nafninu “vinirnir”. Þessi hópur veitti bahá'í samfélaginu forystu þar til þau voru handtekin árið 2008 og varpað í fangelsi, þrátt fyrir að hópurinn hafi starfað með fullri vitund og með samþykki stjórnvalda. Auk Behrouz Tavakkoli, hafa Mahvash Sabet og Fariba Kamalabadi verið leystar úr haldi. Gert er ráð fyrir því að hinir í hópnum verði einnig látnir lausir á næstu mánuðum. Á síðustu mánuðum hafa ofsóknir gegn bahá'íum aukist víða í Íran og nú eru um 100 bahá'íar í fangelsi. Nánari frásögn og ljósmyndir hér.