Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ítalskt safn með sýningu á bahá'í byggingum


23. nóvember 2017 Höfundur: siá
Lótusmusterið á Indlandi var byggt úr ítölskum marmara

Lótusmusterið á Indlandi var byggt úr ítölskum marmara

VICENZA, Ítalíu, 20. nóvember 2017, (BWNS) – Palladio safnið hélt sýningu í þessum mánuði á mörgum af þeim heimsþekktu bygginum bahá'í trúarinnar, sem byggðar voru úr ítölskum marmara.

Sýningin, sem var kölluð “Arkitektúr og marmari: Samtal á milli skapandi hugsunar og marmara” var skipulög af Margraf, ítölsku fyrirtæki sem skar út og hjó til marmarann fyrir setur Allsherjarhúss réttvísinnar, Alþjóðlega bahá'í safnið, stallana í bahá'í görðunum í Haifa og álfutilbeiðsluhúsin á Indlandi og Samóa.

Fyrirtækið hét áður Industria Marmi Vincentini. Það var stofnað í Chiampo á Ítalíu árið 1906. Í meira en 100 ára sögu sinni hefur það haft tækifæri til að vinna með fjölmörgum arkitektum að óvenjulegum verkefnum.

Sohrab Youssefian arkitekt talar við opnun sýningarinnar

Sohrab Youssefian arkitekt talar við opnun sýningarinnar

“Á meðal margra stórra verkefna um allan heim, fannst Marmi Vincentini að vinnan með bahá'íum hafi verið sérstaklega þýðingarmikil,” sagði arkitektinn Sohrab Youssefian, og vísaði þar til þess einstaka tækifæris að kanna í áratugi hvernig andlegar meginkenningar geta fætt af sér nýja tjáningu í arkitektúr, sem hefur snert og innblásið hundruð milljóna manna.

Sohrab hefur átt samstarf við Margraf í áratugi sem fulltrúi bahá'í samfélagsins. Hann var hræður á sýningunni, sem bar vitni um frábæran árangur góðs samstarfs til margra ára. “Það snart mig djúpt að fá aftur tækifæri til að íhuga þessi stórvirki í arkitektúr,” útskýrði Sohrab. “Þau minna mann á ritningarvers eftir Bahá'u'lláh þar sem hann segir að jafnvel grjótið kalli mannkynið til hins guðlega í dag.”

Grísk súla úr ítöskum marmara

Grísk súla úr Chiampo marmara í minnisvarðagörðunum

Tengslin milli starfs bahá'í samfélagsins og norðaustur héraða Ítalíu nær aftur til áranna í kringum 1940, þegar marmari frá Chiampo var notaður til að byggja grafhýsið sem helgidómur Bábsins hýsir. Í stjórnartíð Shoghi Effendi var Chiampo marmari notaður fyrir minnisvarðagarðana í Haifa á Karmelfjalli. Eftir andlát hans var súlan sem reist var yfir grafreit Verndarans mótuð úr sama steini.

Fleiri myndir frá sýningunni hér.