Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

CNN fjallar um fangelsisvist Mahvash Sabet


17. November 2017 Höfundur: siá
Ljóðskáldið Mahvash Sabet

Ljóðskáldið Mahvash Sabet

Frásögn á CNN af Mahvash Sabet, sem sat í 10 ár í hinu illræmda Evin fangelsi í Teheran fyrir þær einar sakir að hafa aðstoðað bahá'í trúsystkini sín í Íran, vekur heimsathygli. Mahvash og önnur bahá'í kona úr hópi sem kallast "vinir Írans" voru nýlega leystar úr prísundinni, en 5 trúbræður þeirra úr þessum hópi, sem voru handteknir um svipað leiti, sitja enn inni. Mahvash sætti skelfilegum pyntingum í fangelsinu en trú hennar veitti henni styrk og hún fann hugarró með því að semja ljóð um reynslu sína. Mahvash hefur verið sæmd virtum bókmenntaverðlaunum fyrir ljóð sín. Greinin á CNN er hér.