Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Frumhandrit eftir Bahá'u'lláh til sýnis í Þjóðminjasafni Breta


11. nóvember 2017 Höfundur: siá
Frá opnun sýningarinnar í Breska þjóðminjasafninu

Frá opnun sýningarinnar í Breska þjóðminjasafninu

LONDON, 9. nóvember 2017, (BWNS) – Sjaldséð frumhandrit eftir Bahá'u'lláh og aðrir munir sem tengjast lífi Hans eru nú til sýnis í Þjóðminjasafni Breta (The British Museum) í tilefni af 200 ára afmæli Hans, sem var haldið upp á um víða veröld dagana 21. og 22. október.

Sýningin hófst mánudaginn 6. nóvember með móttöku, sem meira en 100 manns sóttu. Fræðimenn, listamenn og fjölmiðlafólk voru meðal gesta.

Eitt meginþema sýningarinnar er kraftur Orðsins. Þar er átt við guðlega opinberun, sem er grundvallarstef í öllum trúarbrögðum mannkyns.

Opinberun Bahá'u'lláh fjallar um margs konar efni, allt frá siðferðilegum spurningum er snúa að einstaklingum til þjóðfélagslegra grundvallarkenninga, sem geta gert mannkyni kleift að þróast yfir á næsta stig – upphaf heimssiðmenningar.

Á kynningarspjaldi sýningarinnar stendur, “Bahá'u'lláh (Dýrð Guðs) ritaði meira en 100 bindi. Þar setur hann fram sýn sína fyrir mannkynið: að byggja upp heim friðar og réttlætis. Bahá'u'lláh kenndi að ‘Orðið,’ eins og það er opinberað stofnendum allra megintrúarbragða, geti innblásið fólk til að umbreyta þjóðfélaginu og stofna mikla siðmenningu.”

Rit Bahá'u'lláh voru skráð um leið og Hann opinberaði þau. Stundum skrautritaði Bahá'u'lláh sjálfur sum helgu versin, sem eru hluti af hinu yfirgripsmikla safni rita sem eftir Hann liggja.

Bahá'u'lláh tónaði oft versin upphátt um leið og Hann opinberaði þau. Þau voru síðan skráð af riturum. Frásagnir þeirra sem voru sjónarvottar að því þegar Bahá'u'lláh opinberaði rit, veita innsýn í einstakt eðli þessara verka. Til þess að geta náð því að skrá hið mikla magn versa, hraðrituðu ritararnir orð Hans. Orðin voru oft það ólæsileg að aðeins þeir gátu lesið þau. Þessi handrit eru oft kölluð “Opinberunarskrift”. Sýningin inniheldur sýnishorn af frumhandritum með þessari skrift.

Opinberunarskrift

Opinberunarskrift

Seinna voru þessir textar hreinritaðir og stundum þurfti Bahá'u'lláh sjálfur að lesa úr skriftinni, áður en hægt var að útbúa endanlegt eintak. Rit Bahá'u'lláh dreifðust vítt og breitt um lönd Ottómana og persnesk lönd og enn lengra, alla leið til Austurlanda fjær.

Sýningin í Gallerí John Addis í Þjóðminjasafni Breta (The British Museum) verður opin til 22. janúar 2018.