Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ráðist á bahá'ía í Jemen


9. nóvember 2017 Höfundur: siá
Akram Ayyash (til vinstri) og Walid Ayyash (til hægri). Akram Ayyash var handtekinn 22. október (á afmælisdegi Bahá'u'lláh) í Sana’a. Walid Ayyash var numinn á brott í apríl 2017.

Akram Ayyash (til vinstri) og Walid Ayyash (til hægri). Akram Ayyash var handtekinn 22. október (á afmælisdegi Bahá'u'lláh) í Sana’a. Walid Ayyash var numinn á brott í apríl 2017.

ALÞJÓÐLEGA BAHÁ'Í SAMFÉLAGIÐ - NEW YORK — Öryggissveitir í Jemen tvístruðu bahá'í samkomu í Sana’a í lok október. Skotið var á lítinn hóp fólks sem hafði komið saman til að minnast þess að tvö hundruð ár eru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh.

Árásin átti sér stað á heimili ættbálkahöfðingja að nafni Walid Ayyash, sem var numinn á brott í apríl og er ekki vitað hvað varð um hann. Árásarmennirnir voru að sögn í fjórum bílum auk brynvarins bíls, sem þeir notuðu til að brjóta niður framhurð hússins. Þeir handtóku bróður Walids, Akram Ayyash.

Ofsóknir gegn bahá'íum í Jemen jukust til muna í ágúst 2016 þegar Houthi vígamenn numu á brott 65 einstaklinga sem tóku þátt í bahá'í starfsemi, þar á meðal sex börn. Um það bil helmingur þeirra sem voru færðir til yfirheyrslu voru bahá'íar. Í apríl á þessu ári var gefin út handtökuskipun á meira en 25 bahá'íum, þar á meðal mörgum frammámönnum í bahá'í samfélaginu sem aðstoða við skipulag starfsseminnar á landsvísu. Átta bahá'íar eru enn í haldi og það er ekki vitað með vissu hvar margir þeirra eru niðurkomnir.