Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í leiðtogi losnar úr fangelsi


2. nóvember 2017 Höfundur: siá
Fjölskyldameðlimir taka á móti Faribu Kamalabadi þegar hún kemur út úr fangelsinu

Fjölskyldameðlimir taka á móti Faribu Kamalabadi þegar hún kemur út úr fangelsinu

Fariba Kamalabadi, móðir og sálfræðingur, hefur verið sleppt eftir 10 ára fangelsisvist í hinu illræmda Evin fangelsi í Teheran. Hún er ein úr hópi sjö bahá'í leiðtoga í Íran sem ganga undir nafninu „Yaran“, eða vinir. Þessi hópur, sem aðstoðaði bahá'í samfélagið í Íran (með fullri vitnseskju stjórnvalda og með þeirra samþykki), var handtekinn árið 2008. Hin konan í hópnum, ljóðskáldið Mahvash Sabet, losnaði úr fangelsinu í september. Fimm eru enn í haldi, en vonir standa til að þeim verði bráðum sleppt.

Þó að Fariba sé ekki lengur einangruð í fangelsi, hefur hún mjög takmarkaða möguleika á að starfa sem sálfræðingur, hvort heldur er hjá ríkinu eða sjálfstætt, eingöngu vegna þess að hún er bahá'í – en ríkisstjórn Írans hefur haft þá stefnu allt frá islömsku byltingunni árið 1979 að ofsækja bahá'í samfélagið á allan mögulegan hátt.

Fariba Kamalabadi hittir fjölskyldu sína á ný eftir 10 ár í fangelsi

Fariba Kamalabadi hittir fjölskyldu sína á ný eftir 10 ár í fangelsi