Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Háskólinn fær bahá'í bækur að gjöf


25. október 2017 Höfundur: siá
Háskólabókavörður tekur við einni fræðibókinni

Starfsmaður safnsins tekur við einni fræðibókinni

Til að minnast 200 ára fæðingarhátíðar Bahá’u’lláh afhentu þau Bee McEvoy og Róbert Badí Baldursson Landsbókasafni-Háskólasafni bahá'í fræðibækur fyrir hönd íslenska bahá'í samfélagsins.
Eftirfarandi orð fylgdu gjöfinni:

"Í tilefni af 200 ára fæðingarhátíð Bahá’u’lláh, stofnanda bahá’í trúarinnar, þann 22. október 2017, er það okkur ánægja að afhenda Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni meðfylgjandi bækur að gjöf sem fjalla um bahá’í trúna og sögu hennar í víðu samhengi. Þær hafa verið valdar með það í huga að gagnast fræðimönnum og stúdentum við háskóla landsins og eru flestar ritaðar af bahá’í fræðimönnum."