Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar á Íslandi fagna 200 ára afmæli Bahá'u'lláh


24. október 2017 Höfundur: siá
Bahá´íar í Reykjavík buðu til veislu í Gamla Bíói

Gamla Bíó

Líkt og um allan heim, var þess minnst á Íslandi að 200 ár voru liðin þann 22. október frá fæðingu Bahá'u'lláh, opinberanda bahá'í trúarinnar.

  Í Reykjavík var boðað til veislu í Gamla Bíói og var hátíðin vel sótt. Dagskráin var fjölbreytt og vönduð. Flutt voru lifandi tónlistaratriði og listasmiðja bahá'ía sýndi dans. Salurinn var fagurlega skreyttur og veitingarnar frábærar.

  Um 30-40 gestir sóttu hátíðina í Reykjanesbæ. Heimildamyndin “Ljós fyrir heiminn” var sýnd í Hljómahöllinni. Hún fjallar um ævi Bahá'u'lláh, kenningar Hans og samfélag bahá'ía sem vinnur að því um allan heim að gera heilnæman boðskap Hans um einingu og frið að veruleika. Myndin vakti mikla og verðskuldaða athygli. "Frábær mynd, "heillandi", "very inspirational", "mikil birta í henni" - þetta var meðal þess sem gestir höfðu að segja um myndina. Víkurfréttir birtu blaðagrein eftir Eðvarð T. Jónsson, íbúa í Reykjanesbæ, í tengslum við hátíðina.

  Bahá'í samfélagið í Kópavogi hélt hátíðina í heimahúsi. 13 manns mættu og andinn var dásamlegur að sögn viðstaddra. Gestirnir hlustuðu á tónlist, lásu bahá'í ritningar og hlustuðu á sögur. Sýning heimildamyndarinnar "Ljós fyrir heiminn" var hápunktur dagsins.

  Í Hafnarfirði sáu 20 manns heimildamyndina "Ljós fyrir heiminn" sem sýnd var í hinu sögufræga Bæjarbíói.

  Akureyringar horfðu á myndina "Ljós fyrir heiminn" í Amtsbókasafninu. 4 einstaklingar mættu og horfðu á myndina með sex bahá‘íum. Á eftir bauð bókasafnið upp á kaffi og bahá'íarnir voru með konfekt. Næsta dag var myndin sýnd í heimahúsi. Sjö af þeim sem var boðið mættu og horfðu á myndina með fjórum bahá‘íum. Að þessu sinni snerti myndin mjög við áhorfendum og andrúmsloftið var mjög sérstakt.

  Heimildamyndin "Ljós fyrir heiminn" er nú aðgengileg á netinu. Hún er með íslenskum texta.

  Fleiri myndir af hátíðarhöldunum er að finna hér.