Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hátíðahöld á Íslandi


21. október 2017 Höfundur: rbadi76
200 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh

Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh

 

Bahá’íar á Íslandi minnast fæðingar Bahá’u’lláh á morgun, sunnudaginn 22. október, víða um land, en hátíðahöldin verða sérstaklega vegleg vegna þess að nú eru 200 ár liðin frá fæðingu Hans. Allir eru velkomnir að taka þátt í hátíðahöldunum meðan húsrúm leyfir. Samkvæmt okkar upplýsingum verða hátíðir á landinu sem hér segir:

Akureyri: Bahá’íar á Akureyri bjóða til kvikmyndakynningar í heimahúsi að Undirhlíð 3 hjá Böðvari og Elsu kl. 14:00. Kaffiveitingar á eftir.

Hafnarfjörður: Bahá'íar í Hafnarfirði bjóða til kvikmyndakynningar og kaffiveitinga í Bæjarbíói, Strandgötu, kl. 15:00.

Ísafjörður: Bahá’íar á Ísafirði bjóða til helgistundar og veitinga í heimahúsi klukkan 15:00. Áhugasamir hafi samband við Dagnýju í síma 866-5316.

Kópavogur: Bahá’íar í Kópavogi bjóða til helgistundar og kvikmyndakynningar í heimahúsi kl. 14:00. Áhugasamir hafi samband við Róbert í síma 843-0545.

Reykjanesbær: Bahá'íar í Reykjanesbæ bjóða til kvikmyndasýningar á myndinni „Ljós fyrir heiminn“ í Berginu (Hljómahöllinni), sunnudaginn 22. október. Myndin er með íslenskum texta. Húsið opnar kl. 16. Kvikmyndasýningin hefst 16.30 og boðið er upp á kaffi og veitingar á eftir.

Reykjavík: Bahá'íar í Reykjavík bjóða til veislu í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a, kl. 14:30.