Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Beinar útsendingar frá sex tilbeiðsluhúsum á netinu


21. október 2017 Höfundur: siá
Beinar útsendingar og svipmyndir á nýjum vef

Beinar útsendingar og svipmyndir á nýjum vef

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN, 20. október, 2017, (BWNS) — Þegar sólin settist á kyrrahafseyjunni Kiribati fyrir stuttu síðan hófst hnattvíð hátíð til að fagna því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh.

Meðan á þessu tímabili stendur—sem varir í 72 klukkustundir og hefst á Kiribati þann 20. október og endar við sólsetur á Hawaii þann 22. október- verða haldnar hátíðarsamkomur á þúsundum staða hringinn í kringum heiminn.

Beinar útsendingar verða á opinberum vef tvö hundruð ára hátíðarhaldanna (https://bicentenary.bahai.org/) frá samkomum í sex bahá'í tilbeiðsluhúsum. Fyrsta útsendingin verður frá tilbeiðsluhúsinu í Nýju Delhi, Indlandi og hefst í dag kl. 13 GMT. Dagskrá beinu útsendingarinnar er hægt að nálgast á heimasíðunni.

Svipmyndir af hátíðarhöldunum verða einnig á opinberu vefsíðunni. Þar verður að finna sögur, ljósmyndir og myndbönd. Með reglulegu millibili verða frásagnir af listrænum uppákomum, þjónustuverkefnum, minningarathöfnum, samræðum við frammámenn og öðrum viðburðum sem eiga sér stað um víða veröld til að fagna ævi og kenningum Bahá'u'lláh.

Nú þegar heimurinn stendur andspænis sínum mestu áskorunum fram til þessa, heiðrum við minningu Bahá'u'lláh, er fæddist fyrir tvö hundruð árum... en kenningar Hans munu vísa veginn til þess fyrirheitna tíma, sem svo lengi hefur verið beðið, þegar allur mannheimur mun búa hlið við hlið í friði og einingu,” skrifaði Allsherjarhús réttvísinnar í skilaboðum sínum frá október 2017 að þessu tilefni.

Hátíðarhöldin eru haldin til að minnast fæðingar bæði Bahá'u'lláh, sem fæddist fyrir tvö hundruð árum árið 1817 og Bábsins – fyrirrennara opinberunar Bahá'u'lláh, sem fæddist 1819. Þessir tveir helgidagar eru haldnir hátíðlegir í beinu framhaldi hver af öðrum, sem ein árleg hátíð.

Dagskráin á vefsíðu hátíðarhaldanna hefst fljótlega eftir klukkan 8:00 (GMT) þann 20. október og endar klukkan 4:00, 23. október. Þetta er í fyrsta sinn sem fluttar eru frásagnir af atburðum um víða veröld, til að halda upp á fæðingu Bahá'u'lláh. Heimasíðan mun tengja heiminn saman með því að sýna frá þúsundum hátíðarhalda.

Slóðin á heimasíðuna er: https://bicentenary.bahai.org/