BAHÁ'Í SAMFÉLAGIÐ Á AKUREYRI - Bahá´í samfélagið á Akureyri fagnar 200 ára fæðingarhátíð Bahá’u’lláh og býður af því tilefni gestum og gangandi að koma og sjá glænýja mynd með islenskum texta, sem ber nafnið "Ljós fyrir heiminn".
Myndin verður sýnd í Amtsbókasafninu á Akureyri laugardaginn 21. október kl 14.00. Hún fjallar um líf og opinberun Bahá’u’lláh auk þess sem viðmælendur segja frá þeim áhrifum sem trúin hefur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samfélög þeirra. Myndin tekur 51 mínútu í sýningu. Allir eru hjartanlega velkomnir.