Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og fleiri senda árnaðaróskir


17. október 2017 Höfundur: siá
Breska þinghúsið í London

Breska þinghúsið í London

LONDON, 16. október, 2017, (BWNS) — Í tengslum við 200 ára fæðingarafmæli Bahá'u'lláh hafa sum bahá'í samfélög haft samband við embættismenn á sínu svæði og í sumum tilfellum við ráðamenn síns lands til að vekja athygli þeirra á þessum sögulega viðburði. Í sumum tilfellum hafa þessir einstaklingar sent árnaðaróskir til bahá'íanna á þeirra svæði, í þeirra héraði eða landi.

Theresa May forsætisráðherra Bretlands er meðal þeirra leiðtoga í Evrópu og Norður Ameríku sem hafa sent bahá'íum í sínum löndum uppörvandi bréf.

Í bréfi sínu skrifar hún þetta um Bahá'u'lláh, "Líf hans, kenningar hans og samúð hans er stöðugur innblástur fyrir fólk um allan heim, og örlæti hans og viska getur kennt okkur öllum margt."

Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Í Bandaríkjunum sendi Jimmy Carter fyrrum forseti heillaóskir sínar til ameríska bahá'í samfélagsins.

"Þar eð margir þegnar okkar þurfa að kljást við viðvarandi og skipulagt óréttlæti gagnvart Ameríkönum af afrískum uppruna og frumbyggjum, þrálátt ofbeldi gegn konum, trúardeilur, og endalaust stríð, getur áherslan sem lögð er á frið, jafnrétti og trúareiningu í bahá'í ritunum og í starfsemi bahá'í samfélaga, verið innblástur fyrir fólk af öllum trúarbrögðum og lífsskoðunum," skrifar Jimmy Carter forseti í skilaboðum sínum frá 10. október.

Forseti Austurríkis, Alexander Van der Bellen, sendi bahá'í samfélaginu í sínu landi ávarp. Í því flutti hann bahá'í samfélaginu kærar kveðjur sínar og vakti máls á ákveðnum grundvallarkenningum Bahá'u'lláh og þeim áhrifum sem þær hafa.

Árnaðaróskir hafa einnig borist frá skrifstofu forseta Þýskalands, frá skrifstofu trúmála í Rúmeníu og frá meðlimum kanadíska þingsins, sem sendu skilaboðin á myndbandi.

Bréfið frá Theresu May forsætisráðherra Bretlands

Bréfið frá Theresu May forsætisráðherra Bretlands