Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Árnaðaróskir frá Ástralíu í tilefni 200 ára afmælis


11. október 2017 Höfundur: siá
Malcolm Turnbull forsætisráðherra Ástralíu

Malcolm Turnbull forsætisráðherra Ástralíu

CANBERRA, Ástralíu, 9. október, 2017 (BWNS) — Bahá'í samfélagið í Ástralíu hefur móttekið árnaðaróskir frá Malcolm Turnbull forsætisráðherra Ástralíu og ýmsum öðrum ráðamönnum landsins í tilefni af fæðingarhátíðinni sem haldin verður 21. og 22. október, til að minnast þess að þá verða liðin 200 ár frá fæðingu Bahá'u'lláh. "Þetta er tími mikilla hátíðarhalda til að minnast ævi Bahá'u'lláh og kenninga Hans um einingu, vináttu og bróðerni," skrifaði Turnbull forsætisráðherra. "Allir Ástralar ættu að hafa í heiðri hugsjónir kærleika og gagnkvæmrar virðingar, því að þetta eru þau gildi sem við byggjum á, sem hafa orðið til þess að þjóð okkar hefur verið í fararbroddi samstöðu og umburðarlyndis."

Fjömargir aðrir ráðamenn í Ástralíu hafa einnig látið í ljós velþóknun sína á bahá'í samfélaginu fyrir þátt þess í að stuðla að sáttarhug í þjóðfélaginu.

"Bahá'í samfélagið er mikilvægur hluti af því auðuga og fjölbreytilega trúarmynstri sem gerir Ástralíu að fjölþættu og umburðarlyndu samfélagi," skrifaði alríkisstjórinn Peter Cosgrove í skilaboðum sínum til bahá'íanna.

Mark McGowan, forsætisráðherra vestur Ástralíu, lét í ljósi svipuð sjónarmið. Hann skrifaði: "Bahá'í samfélag vestur Ástralíu gegnir virku og auknu hlutverki í okkar þróttmikla þjóðfélagi. Það leggur mikið að mörkum fyrir samfélagslegt, menningarlegt og trúarlegt munstur fylkisins okkar."

"Þið hafið sýnt það á ótvíræðan hátt, að í okkar fjölmenningarsamfélagi, Ástralíu, eru hin fjölþættu samfélög meira heldur en einungis samanlagður fjöldi þeirra allra," skrifaði Bill Shorten, þingmaður og leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Í Ástralíu verður haldin sérstök minningarathöfn í tilefni af 200 ára afmælinu, fyrir meðlimi ríkisstjórnarinnar og aðra ráðamenn þjóðfélagsins, þann 16. október, í þinghúsinu í Canberra.