Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ráðamenn í Nepal, Bangladesh, Malasíu og Sri Lanka heiðra bahá'í samfélagið


5. október 2017 Höfundur: siá
Heillaóskir berast frá Nepal, Sri Lanka, Malasíu og Bangladesh

Heillaóskir berast frá Suð-Austur Asíu

COLOMBO, Sri Lanka, 4. október 2017, (BWNS) — Bahá'íar í Bangladesh, Malasíu, Nepal og Sri Lanka hafa fengið uppörvandi bréf frá ráðamönnum, sem vilja sýna þakklæti sitt í garð bahá'í samfélagsins í þeirra löndum og heiðra það í tilefni þeirra merku tímamóta sem verða 21. og 22. október þegar minnst verður þess að þá verða 200 ár liðin frá fæðingu Bahá'u'lláh.

Asaduzzaman Noor, menningarráðherra Bangladesh, vakti athygli á því að “meginmarkmið bahá'í trúarinnar er að efla einingu og bræðralag meðal allra kynþátta og þjóða á jörðinni” og skrifaði að það “væri þakklátt sjónarmið í sundruðum heimi.” Hann bætti síðan við: “Samkvæmt orðum Bahá'u'lláh: ‘Þér eruð öll ávextir á einu tré og lauf á sömu grein.’”

 

Ranil Wickremesinghe

Ranil Wickremesinghe

Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, sendi kveðju til bahá'í samfélagsins. Hann lét í ljósi þakklæti sitt fyrir góðvilja þess gagnvart þjóðinni og fyrir að stuðla að velmegun hennar.

Joseph Kurup, ráðherra í forsætisráðuneyti Najib Razak ávarpaði bahá'í samfélagið í Malasíu. “Bahá'í samfélagið hefur unnið ötullega að vinsamlegu samtali meðal trúarhópa og hefur einnig stuðlað af einlægni að einingu og samræmi á meðal fólks af ýmsum kynþáttum og trúarbrögðum í þessu landi. Kenning Bahá'u'lláh um einingu mannkyns og ákall Hans um hnattvíða sýn sem endurspeglast í orðunum “Jörðin er aðeins eitt land og mannkynið þegnar þess” er algjör nauðsyn til að koma á einingu meðal þjóðarinnar og stuðla að skilningi og friði um allan heim.”

Bahá'í samfélagið í Nepal, fékk skilaboð frá aðstoðarforsætisráðherra landsins, Gopal Man Shrestha og Janardan Sharma innanríkisráðherra. Þeir sendu heillaóskir í tilefni af 200 ára afmælishátíðinni. “Boðskapur Bahá'u'lláh um að Guð sé einn og að allar mannverur séu meðlimir sömu fjölskyldu á alltaf vel við í landi eins og okkar þar sem svo mikil þjóðfélagsleg, menningarleg og trúarleg fjölbreytni er til staðar,” skrifar Shrestha aðstoðarforsætisráðherra.