Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Vefsíða fyrir 200 ára hátíðarhöldin tengir saman heiminn


28. september 2017 Höfundur: siá
Vefsíðan mun sýna hátíðarhöldin um víða veröld

Vefsíðan mun sýna hátíðarhöldin um víða veröld

BAHÁ'Í HEIMSMIÐSTÖÐIN, 28. september 2017, (BWNS) — Ný alþjóðleg vefsíða fyrir 200 ára afmælishátíðina, sem haldin verður til að minnast fæðingar Bahá'u'lláh, var opnuð í dag.

Nýju efni verður stöðugt bætt inn á vefsíðuna í næsta mánuði. Núna þegar inniheldur hún ýmis listaverk sem sköpuð hafa verið í tilefni af þessum viðburði, greinar um ævi og opinberun Bahá'u'lláh og heillaóskir frá þjóðarleiðtogum og ýmsum ráðamönnum. Vefsíðan mun innan skamms taka miklum breytingum, sérstaklega ber að nefna að á henni verður hægt að horfa á kvikmynd um ævi Bahá'u'lláh. Myndin verður sett inn á vefinn þann 18. október. Vefsíðan verður á sex tungumálum – ensku, rússnesku, spænsku, frönsku, persnesku og arabísku.

Efnið byrjar að streyma inn við sólsetur þann 20. október á Kyrrahafssvæðinu og heldur síðan áfram að berast á næstu 72 klukkustundum, þar til þessu lýkur í lok dags þann 22. október í Amerísku heimsálfunum. Um verður að ræða ljósmyndir, fréttir og önnur gögn frá fjölda staða. Einnig stendur til að bæta við myndbandsefni frá sumum bahá'í tilbeiðsluhúsunum.

“The bicentenary website” (vefsíðan í tilefni af 200 ára afmælinu) mun tengja heiminn saman með því að sýna hátíðir sem fólk á öllum þjóðfélagsstigum, á völdum stöðum hringinn í kringum veröldina, heldur til að fagna ævi Bahá'u'lláh og sameinandi boðskap Hans. Þessir staðir verða dæmi um þúsundir annarra hátíðarhalda sem munu eiga sér stað um alla plánetuna.

Allsherjarhús réttvísinnar hefur skrifað að Tvenndarhelgidagarnir séu tækifæri fyrir alla “til að minnast þessi augnabliks þegar Vera sem er algjörlega einstæð í sköpunarverkinu, opinberandi Guðs, fæddist í þennan heim.”

Þetta er slóðin á nýju vefsíðuna: http://bicentenary.bahai.org.