Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'íar í Santíagó gefa tré í tilefni tvöhundruð ára afmælis


22. september 2017 Höfundur: siá
Borgarstjóri Santíagó Claudio Orrego þakkar fyrir gjöfina

Borgarstjóri Santíagó Claudio Orrego heimsækir musterislandið til að þakka fyrir gjöfina

SANTÍAGÓ, Síle, 22. september 2017. (BWNS) — Bahá'í samfélagið í Síle gaf nýverið Síleborg 2000 tré.

Þessi gjöf var frá Gróðrastöð innfæddra, trjáræktarátaki við Bahá'í tilbeiðsluhúsið í Síle. Trén voru gefin til heiðurs tvöhundruð ára fæðingarhátíð Bahá'u'lláh, sem verður fagnað í næsta mánuði, þann 21.og 22. október.

Borgarstjóri Santíagó, Claudio Orrego, heimsótti tilbeiðsluhúsið til að taka við gjöfinni fyrir hönd borgarinnar og til að kynna sér trjáræktina.

Allt frá því hafist var handa við að byggja tilbeiðsluhúsið hafa hundruðir sjálfboðaliða safnast saman við musterið um hverja helgi til að planta trjám og nú hafa meira en 9000 tré og hundruðir plantna verið gróðursettar á landinu.

Sjálfboðaliðar hafa plantað trjám á landi musterisins á undanförnum árum

Sjálfboðaliðar í skógræktarvinnu

Meðlimir samfélagsins í Santíagó, allt frá nemendum til félögum hjálparsamtaka hafa unnið þetta starf í sjálfboðavinnu. Fræjunum var safnað af trjám sem vaxa við rætur Andes fjallanna og plantað í gróðurhúsi á musterislandinu. Þessum tjám hefur verið plantað í kringum musterið eða gefið skólum staðarins og samfélaginu í Santíagó.

Borgarstjórinn Claudio Orrego talaði um þau miklu áhrif sem tilbeiðsluhúsið hefur á velferð Santíagó og kallaði það “mikla gjöf handa öllum.”

Trén sem bahá'íarnir gefa verður plantað í almenningsgörðum, við stræti borgarinnar og á bökkum lækja þar sem lítið er um gróður.