Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hugleiðingar arkitekts musterisins í Battambang


31. August 2017 Höfundur: siá
Tilbeiðsluhúsið í Kambódíu

Tilbeiðsluhúsið í Kambódíu

BATTAMBANG, Kambódíu — Arkitektinn Sochet Vitou Tang segir frá því að það hafi veitt honum mikla gleði að teikna bahá'í tilbeiðsluhúsið í Battambang, en það starf hófst fyrir tveimur árum síðan.

"Dagurinn þegar teikningin mín var valin er auðvitað sérstaklega eftirminnilegur,” segir arkitektinn sem er frá Kambódíu. “En ég hef notið þess á hverjum degi að vinna að þessu verkefni og kynnast starfi bahá'í samfélagsins.”

Andlegt viðhorf hefur verið ríkur þáttur í starfi Sochet Vitou Tang. Hann er búddhatrúar og meðan á verkinu stóð kynntist hann kenningum bahá'í trúarinnar. Kenning trúarinnar um einingu hafði mest áhrif á hann – eining trúarbragða, kynþátta og þjóða.

Arkitektinn Sochet Vitou Tang

Arkitektinn Sochet Vitou Tang

"Hugmyndin að baki bahá'í tilbeiðsluhúsum var mér algjörlega framandi,” segir arkitektinn. “Ef litið er á stærð og umfang verksins, er þetta ekki stór framkvæmd. En ef maður hugleiðir starfsemina sem þar mun fara fram og tilgang musterins, þá er þetta mikil bygging.”

Tilbeiðsluhúsið verður vígt á morgun.

 (Bahá'í World Service)