Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Teikning af tilbeiðsluhúsinu á Tanna afhjúpuð


29. júní 2017 Höfundur: siá
Teikning af tilbeiðsluhúsinu á Tanna

Teikning af tilbeiðsluhúsinu á Tanna

 

TANNA, Vanuatu — Meira en þúsund manns söfnuðust saman sunnudaginn 18. júní síðastliðinn til að verða vitni að því þegar teikning af svæðistilbeiðsluhúsi á eyjunni Tanna í Vanuatu var afhjúpuð.  Vanuatu er í vestur Kyrrahafi. Þátttakendurnir voru frá Tanna, nærliggjandi eyjum og lengra að komnir. Meðal þeirra voru fyrirmenn ríkisins, ættbálkahöfðingjar og fulltrúar ýmissa trúarhópa, þar á meðal Yapinap, trúarbragða meðal frumbyggjanna. Í ræðu sinni lagði Freeman Nariu Sawaram þorpshöfðingi áherslu á mikilvægi einingar. "Við erum hér í dag til að hefja ferð sem bahá'í samfélagið tekst nú á hendur. Við þurfum að taka höndum saman, vinna sem einn maður og fyrirgefa hvert öðru. Þannig getum við byggt upp betra líf á eyjunni okkar." (Bahá'í World News Service)