Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Gleðileg Ridvánhátíð


21. apríl 2017 Höfundur: siá
Þessar ungu stúlkur voru meðal gesta í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni á 1. degi Ridván

Þessar ungu stúlkur voru meðal gesta í Bahá'í þjóðarmiðstöðinni á 1. degi Ridván

 

Mesta hátíð bahá'í ársins, Ridván hátíðin, er nýyfirstaðin, en hún stóð í 12 daga, frá 20. apríl til 1. maí. Á þessum tíma minntust bahá'íar yfirlýsingar Bahá'u'lláh árið 1863 í Ridván garðinum í Bagdað, Írak. Þá lýsti hann því yfir að hann væri opinberandi Guðs og hinn fyrirheitni allra trúarbragða. Bahá'í samfélög á Íslandi fagna á þessum dögum, líkt og systurfélög þeirra um allan heim. Samfélagið í Reykjavík átti góða stund á 1. degi Ridván þann 20. apríl, sem svo skemmtilega vildi til að var jafnframt sumardagurinn fyrsti.