Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Ungmenni ræða andleg málefni og þjónustu


20. apríl 2017 Höfundur: siá
Ungmennamót í Reykjanesbæ

Ungmennamót í Reykjanesbæ

Dagana 12.-15. apríl komu 12 ungmenni saman á ungmennamóti í bahá’í miðstöðinni í Reykjanesbæ. Farið var í gegnum bókina „Íhugun um líf andans“. Í fyrsta hluta bókarinnar þjálfuðu ungmennin hæfni sína til að skilja bahá’í ritningarnar með því að lesa þær, gera einfaldar æfingar og svara spurningum. Ritningar fjölluðu t.d. um dyggðir og sannsögli sem undirstöðu allra dyggða, áhrif góðviljaðrar tungu, skaðleg áhrif deilna, firringar og sinnuleysis og hvernig mæta má hatursfullum hugsunum „með enn máttugri hugsun um kærleika“. Einnig var rætt um áhrif baktals á hjarta og sál mannsins og hvernig hægt er að mæta slíkum aðstæðum í eigin lífi með því að hafa jákvæð áhrif á samskipti við aðra og sýna gott fordæmi.
  Annar hluti bókarinnar fjallar um bænir, mikilvægi þeirra og áhrif, lög Bahá’u’lláh um bænir og ritningarlestur, og hvað „bænarástand“ þýðir.
  Í þriðja hluta sem ber heitið „Líf og dauði“ lásu ungmennin orð Bahá’u’lláh og ‘Abdu’l-Bahá og ræddu ýmsar spurningar, sem fjölluðu m.a. um eðli, stöðu og forlög mannverunnar, samband sálar og líkama, þróun og líf sálarinnar, upphaf og tilgang lífsins, og hinar andlegu veraldir Guðs. Eitt kvöldið var listakvöld, sem fylgdi þema þriðja hlutans um líf og dauða, og fengu ungmennin það verkefni að mála í sameiningu á einn stóran striga. Þegar verkinu var lokið gerðu þau sameiginlega tilraun til að útskýra hugmyndina á bak við verkið og þær tilfinningar sem það vakti með hverju þeirra.
  Ungmennin stefna á að hittast aftur í sumar til að fara í gegnum Ruhi bók 2 sem ber heitið „Lagt á braut þjónustu“. (Fréttin er unnin upp úr grein sem birtist í blaðinu Bahá'í tíðindi, apríl 2017)