Þessa helgi fer fram listaviðburðurinn Saga okkar er ein í bahá’í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1 í Reykjavík. Að viðburðinum stendur hópur bahá’ía og vina þeirra sem tóku sig saman til að svara ákalli Alþjóðlega bahá’í samfélagsins (BIC) til að heiðra baráttu og þrautseigju kvenna í Íran fyrir réttlæti og frelsi undir myllumerkinu #OurStoryIsOne.
Flutt verður tónlist, farið með ljóð og sýnd listaverk af ýmsu tagi en verkin voru sérstaklega samin eða sköpuð fyrir þennan viðburð. Tilefnið er 40 ára ártíð atburða sem áttu sér stað í Shíraz í Íran árið 1983 þegar tíu bahá’í konur voru pyntaðar og teknar af lífi vegna trúar sinnar sem boðar jafnrétti kynjanna.
Viðburðurinn verður haldinn á morgun og hinn, laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 - 17:00 í bahá’í þjóðarmiðstöðinni að Kletthálsi 1. Lifandi flutningur tónlistar og ljóða fer fram kl. 15:00 báða dagana.
Föndur verður í boði fyrir alla aldurshópa.
#OurStoryIsOne #SagaOkkarErEin
Hlekkur á Facebookviðburðinn (event)