Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Nýtt rit komið út: Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar


30. maí 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Ritið Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar

Ritið Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar

Bahá’í útgáfan hefur gefið út á prenti íslenska þýðingu á bréfi Allsherjarhúss réttvísinnar dagsettu 28. nóvember 2023 sem ber heitið Hugleiðingar um fyrsta árhundrað mótunaraldarinnar.

Í bréfinu greinir Allsherjarhúsið framrás og þróun bahá’í trúarinnar frá andláti ‘Abdu’l‑Bahá árið 1921 sem markaði lok hetjualdar og jafnframt upphaf mótunaraldar bahá’í trúarkerfisins sem leiða mun að lokum til gullaldar í fjarlægri framtíð. Saga sáttmálans og stjórnskipulagsins er rakin, sagt frá hnattrænni útbreiðslu trúarinnar og þróun hennar og þátttöku bahá’ía í málefnum samtímans og horft til áskoranna framtíðarinnar.

Í bréfinu segir m.a:

Starfið að uppbyggingu þroskaðs, friðsæls, réttláts og sameinaðs heims er feiknamikið verkefni sem allir menn og allar þjóðir verða að geta tekið þátt í. Bahá’í samfélagið býður alla velkomna til starfa að þessu verkefni sem virka gerendur í andlegu framtaki sem getur sigrast á þeim upplausnaröflum sem grafa undan gamla þjóðskipulaginu og komið áþreifanlegri mynd á samþættingarferli sem leiðir til þróunar nýs skipulags. Mótunaröldin er það stórmikilvæga tímabil í þróun trúarinnar þar sem vinirnir læra í auknum mæli að meta að verðleikum það ætlunarverk sem Bahá’u’lláh hefur falið þeim, dýpka skilning sinn á merkingu og vísbendingum opinberaðs orðs Hans og rækta kerfisbundið sína eigin hæfni og annarra til að gera kenningar Hans um betri heim að veruleika.

Ritið er til sölu í Bahá’í þjóðarmiðstöðinni, Kletthálsi 1. Það er 55 síður í stærðinni 16,7 x 24 cm með tölusettum efnisgreinum og kostar 2.000 kr.