Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Útskorin tré­klæðn­ing fegrar tilbeiðslu­hús í smíð­um


23. janúar 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu — Í nýja bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Papúa Nýju-Gíneu (PNG), mynda 432 timburplötur, sem innlendir handverksmenn hafa skorið út, ramma um þær níu dyr sem brátt munu standa fjölbreyttum ættflokkum landsins opnar.

Mynd af einni af dyrum tilbeiðsluhússins á Papúa Nýju-Gíneu séð að innan.

Handverksmenn á Papúa Nýju-Gíneu hafa skorið út 432 timburplötur sem ramma inn níu dyr tilbeiðsluhússins.

Saeed Granfar, meðlimur í arkitektateyminu, segir um þróun handverksins í tilbeiðsluhúsinu: „Allt rýmið innanhúss er prýtt vandlega handofnum álstrimlum og handskorna tréklæðningin er þannig framhald þessarar listsköpunar frá innanhúshönnun tilbeiðsluhússins til ytri hönnunar þess."

„Þessi hnökralausa samfella handverksins innanhúss og utan,“ heldur hann áfram, „ber þess ekki aðeins merki að hér fléttast saman fjölbreytt sérkunnátta og hefðir, hún felur líka í sér sameinandi sýn á heilögu rými sem tilheyrir öllum.“

Þessi samhljómur hönnunar og markmiðs leiddi til þess að mikilvæg ákvörðun var tekin varðandi byggingaráætlunina. Upphaflega vildi verkefnateymið nota innlendan Kwila-harðvið, en þegar í ljós kom að þetta vistkerfi var í útrýmingarhættu, kaus teymið að nota sjálfbæran Chengal harðvið sem var að finna í byggingum sem höfðu verið rifnar.

Í fyrstu íhugaði verkefnateymið að beita nútíma framleiðslutækni til að skera mynstur í samsettar timburplötur. En þegar verkefnið þróaðist, ákvað teymið að nota í staðinn hefðbundna tréskurðartækni frá Sepik héraðinu í Papúa, sem er nafntogað fyrir gamlar og grónar hefðir í tréskurði.

Charles Sasa, útskurðarmeistari, lýsti fögnuði teymisins yfir að geta komið að þessu verkefni. „Við útskurðarmennirnir, fjölskyldur okkar og börn njótum þeirrar blessunar að eiga hlut í þessari heilögu byggingu í landinu okkar, Papúa Nýju Gíneu, og fyrir það erum við öll þakklát.“

Samsett mynd af handverksmönnum að vinnu.

Handverksmennirnir frá Sepik-svæðinu í PNG fegra viðarplöturnar sem nú ramma inn níu dyr tilbeiðsluhússins.

Verk teymisins ber með sér faglega kunnáttu sem er hefðbundinn arfur kynslóðanna og sýnir hvernig hægt er að breyta venjulega timbri með fögru og listrænu handbragði.

Tréplöturnar eru 387 fermetrar að flatarmáli með flóknu útskornu bylgjumynstri sem kvíslast út frá sérhverjum inngangi tilbeiðsluhússins.

Verkefnateymið lítur á það sem mikilvægan áfanga að hafa getað lokið útskurði á þessum tréplötum á um það bil þremur mánuðum. Bygging tilbeiðsluhússins leiðir stöðugt betur í ljós fagurt rými sem stendur öllum opið og þar sem íhugun og bæn hvetja til þjónustu við allt samfélagið.

 

Samsett mynd af handverksmönnum að vinnu.

Timburklæðningin er 387 fermetrar að stærð og er útskorin með ákveðnu bylgjumynstri sem kvíslast út frá hverjum inngangi tilbeiðsluhússins.

 

Mynd af einni af dyrum tilbeiðsluhússins á Papúa Nýju-Gíneu séð að utan.

Handútskornar tréplötur prýða nú níu dyr musterisins.

 

Mynd af tilbeiðsluhúsinu.

Jafnt og þétt tekur musterið á sig æ greinilegri mynd fallegs rýmis þar sem öll eru velkomin, þar sem íhugun og bæn vekja með fólki löngun til þjónustu við samfélagið.