Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bretland: Sérstök móttaka í Westminster undirstrikar meginregluna um einingu


22. December 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Samsett mynd mynd frá minningaratburði í tilefni af 100 ára afmæli Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum.

Haldið var upp á 100 ára afmæli Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum með samkomu í Westminster þar sem lögð var áhersla á samhljóma og uppbyggileg tengsl milli einstaklinga, samfélagsins og stofnana.

LONDON – Mikilvægs áfanga var minnst nýlega við sérstaka móttöku í Portcullis House í Westminster: Aldarafmælis Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum.

Samkoman kannaði viðleitni til að efla félagslega sátt, með áherslu á mikilvægt hlutverk tengsla sem efla samstöðu milli einstaklinga, samfélaga og stofnana og stuðla þannig að aukinni einingu í þjóðfélaginu.

Shirin Taherzadeh, meðlimur andlega þjóðarráðsins, lagði áherslu á meginregluna um einingu sem grunnafl í mótun þessara tengsla. Hún byggði á kenningum Bahá’u’lláh og sagði: „Við erum öll sköpuð „af sama dufti.“ Við erum öll meðlimir einnar mannlegrar fjölskyldu og meðstjórnendur einnar plánetu.“

Mynd af Alistair Carmichael.

Embættismenn, leiðtogar borgaralegs samfélags, blaðamenn og fulltrúar ólíkra trúarsamfélaga, alls um 90 þátttakendur, komu saman á vegum þingmannahóps allra flokka um bahá’í trú. Þingmaðurinn Alistair Carmichael stýrði fundinum.

Hún vitnaði í Bahá’u’lláh og sagði: „Velferð mannkyns, friður þess og öryggi, verður aldrei að veruleika nema og þangað til eining þess er tryggilega staðfest.“

Taherzadeh bætti við að slík eining feli ekki í sér einsleitni heldur upphefji hún fjölbreytileikann, sem sé nauðsynlegur fyrir uppbyggingu friðsæls samfélags.

Embættismenn, leiðtogar borgaralegs samfélags, blaðamenn og fulltrúar ólíkra trúarsamfélaga, alls um 90 þátttakendur, komu saman á vegum þingmannahóps allra flokka um bahá’í trú.

Móttökuna auðgaði einlægt framlag nokkurra ungmenna frá New Cross í Lewisham-hverfinu í London, sem taka þátt í bahá’í fræðslustarfi. Sameiginleg reynsla þeirra sýndi fram á mikilvægan þátt samskipta ungmenna og bahá’í menntastofnana við að virkja þá gríðarlegu möguleika sem ungt fólk hefur til að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið.

Nokkur ungmenni frá New Cross í Lewisham-hverfinu

Móttökuna auðgaði einlægt framlag nokkurra ungmenna frá New Cross í Lewisham-hverfinu í London, sem taka þátt í bahá’í fræðslustarfi sem byggir upp getu til að þjóna þjóðfélaginu.

Elizabeth, eitt af ungmennunum frá New Cross, deildi sjónarhorni sínu á hvernig starfið hefur víkkað sýn hennar og ýtt undir ábyrgðartilfinningu gagnvart komandi kynslóðum. „Kenningar bahá’íanna segja að sérhvert barn sé náma rík af ómetanlegum gimsteinum sem menntun geti leitt í ljós. Ég vil hjálpa börnunum að finna gimsteinana innra með sér, þá andlegu eiginleika sem þau búa yfir.“

Alex, annað ungmenni, útskýrði nánar áhrifin sem þátttaka hans í bahá’í samfélags­upp­byggingar­verkef­num höfðu á hann. „Þetta gerði mér kleift að tjá mig og kenndi mér hvernig maður velur á milli hluta sem leiða ýmist til vonar eða örvæntingar. Mig langaði strax að vera leiðbeinandi fyrir annan barnahóp. Fordæmi vina minna var mér hvatning. Ég vildi hjálpa öðrum sem eru eins og ég og vera góð fyrirmynd.“

Caleb, annar ungur maður frá New Cross, endurómaði þessa tilfinningu og sagði að fræðslustarfið kenndi honum gildi þess að vera hluti af einhverju stærra en hann sjálfur. „Ég hef ekki aðeins lært að vera hluti af hverfi heldur líka að vera hluti af fjölskyldu,“ sagði hann.

Samsett mynd. Í móttökunni var flutt tónlist og fluttar kynningar.

Í móttökunni var flutt tónlist og fluttar kynningar á viðleitni bahá’ía í Bretlandi til að stuðla að félagslegum framförum.

Umbreytingaráhrif þessara framtaksverkefna, sem ekki aðeins ungmenni fundu fyrir, voru einnig viðurkennd af embættismönnum, eins og þingmaðurinn Alistair Carmichael sagði: „Þetta unga fólk hér hefur sýnt okkur leiðina með því að taka þátt í lífi samfélaga sinna og helga tíma sinn og viðleitni menntun yngri kynslóða.“

Í gegnum frásagnir ungmennanna öðluðust fundarmenn innsýn í einstaka dýnamík - umbreytingarferli kemur í ljós þegar einstaklingum finnst þeir hafa vald til að þjóna, stofnanir veita orku þeirra í farveg með áhrifaríkum hætti og samfélagið veitir nærandi stuðning. Þessi samstarfsandi ýtir undir djúpstæða tilfinningu um að tilheyra sem eflir löngun ungmennanna til að leggja sitt af mörkum til þarfa hverfis síns. Þetta andrúmsloft hefur ekki aðeins ræktað persónulegan vöxt heldur einnig ýtt undir sterkara og samheldnara samfélag, að því er ungmennin sáu.

Þessar hugmyndir voru teknar fyrir í myndbandi sem skrifstofa almannamála hjá bahá’í samfélaginu í Bretlandi lét gera af þessu tilefni.

Í hugleiðingu um þróun bahá’í samfélagsins í Bretlandi sagði Patrick O’Mara, ritari Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum: „Undanfarin 100 ár hefur bahá’í samfélagið helgað sig því að stuðla að sameiginlegri sjálfsmynd sem lítur á allt fólk sem meðlimi einnar mannlegrar fjölskyldu.

„Með samstarfi við samborgara okkar höfum við lært að gefa innsýn í reynslu sem hefur gildi fyrir þær djúpstæðu áskoranir sem samfélag okkar stendur frammi fyrir.“

Myndir af nokkrum af þeim sem sóttu minningarhátíðina.

Nokkrir af þeim sem sóttu minningarhátíðina.

 

Mynd af Mary Gildon þingkonu (t.v.) og Maju Groff (t.h.).

Mary Gildon þingmaður (t.v.) og Maja Groff (t.h.).

 

Mynd af Trupti Patel forseta Hindu Forum of Britain (HFB) og Dholakia lávarði og lafði Dholakia.

Frá vinstri til hægri: Trupti Patel forseti Hindu Forum of Britain (HFB) og Dholakia lávarður og lafði Dholakia.

 

Mynd af meðlimum skrifstofu almannamála hjá breska bahá’í samfélaginu.

Meðlimir skrifstofu almannamála hjá breska bahá’í samfélaginu.

 

Atriði úr myndbandi sem bahá’í skrifstofa almannamála framleiddi í tilefni dagsins.

Atriði úr myndbandi sem bahá’í skrifstofa almannamála framleiddi í tilefni dagsins.

 

Mynd af bókinni Bahá’í Community of the British Isles 1844-1963 (Bahá’í samfélag Bretlandseyja 1844-1863).

Í tilefni af aldarafmælinu var gefin út bók sem ber titilinn Bahá’í Community of the British Isles 1844-1963 (Bahá’í samfélag Bretlandseyja 1844-1863).