Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

BIC New York: Ályktun SÞ endurnýjar ákall um að binda enda á ofsóknir íranskra stjórnvalda á hendur bahá’íum


20. December 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af höfuðstöðum SÞ og fánum fyrir framan bygginguna.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem samþykkti í gær ályktun um mannréttindabrot í Íran, þar má meðal brot gegn bahá'í samfélagi landsins.

NEW YORK - Írönsk stjórnvöld eru hvött til að hætta hvers kyns mismunun og ofsóknum á grundvelli trúarbragða í nýrri ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var í gær á allsherjarþinginu. Í henni er lýst yfir alvarlegum áhyggjum vegna margvíslegra mannréttindabrota í Íran, þar á meðal stöðu bahá’ía í landinu og annarra trúarlegra minnihlutahópa. Þetta er 36. ályktunin sem það gerir.

Ályktunin, sem þegar hafði verið samþykkt af þriðju nefnd allsherjarþingsins í nóvember, var samþykkt í gær með 78 atkvæðum, 30 voru á móti og 68 sátu hjá.

Ályktunin „lýsir yfir alvarlegum áhyggjum“ yfir fjölda mannréttindabrota í Íran, þar á meðal miklum hömlum á trúfrelsi. Bahá’íar þurfa „sérstaklega“ að þola „ótilhlýðilegar takmarkanir á greftrunum framkvæmdum í samræmi við trúarlegar kenningar [bahá’í trúarinnar], árásir á … grafreiti og önnur mannréttindabrot,“ sem fela í sér „aukna áreitni, hótanir, ofsóknir, handahófskenndar handtökur og gæsluvarðhald“ og hatursáróður í opinberum og óopinberum fjölmiðlum sem gætu „leitt til ofbeldis“.

Stjórnvöld í Íran eru einnig hvött til að „stöðva áframhaldandi kerfisbundið refsileysi fyrir þá sem fremja glæpi gegn einstaklingum sem tilheyra viðurkenndum og óviðurkenndum trúarlegum minnihlutahópum“. Þetta skulu þau gera um leið og stjórnarskrá landsins er endurskoðuð, sem og lög og venjur sem fest hafa í sessi hindranir á vegi bahá’ía að menntun og atvinnutækifærum, og hafa leitt til lokunar einkafyrirtækja og verslana, eignaupptöku og annarra réttindabrota.

[Þýdd frétt af vef Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar]