Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Innsýn frá vettvangi: Aðgerðir í almannaþágu á Papúa Nýju-Gíneu kannaðar í hlaðvarpi


29. November 2023 Höfundur: Þjóðarskrifstofa
Mynd af Kessia Ruh, meðlimur álfuráðs Eyjaálfu.

Kessia Ruh deilir sögum af viðleitni bahá’íanna á Papúa Nýju Gíneu til að stuðla að velferð samfélags síns.

 

PORT MORESBY, Papúa Nýju-Gíneu - Í þessum hlaðvarpsþætti frá heimsfréttaþjónustunni heyrum við Kessia Ruh, sem er meðlimur álfuráðs Eyjaálfu, deila sögum af viðleitni bahá’íanna á Papúa Nýju Gíneu til að stuðla að velferð samfélags síns.

Frásagnir Ruh varpa ljósi á meginregluna sem er þungamiðjan í bahá’í samfélagsaðgerðum: trú á getu íbúanna til að stýra eigin velmegun, hvort heldur efnislegri eða andlegri.

Hún lýsir því hvernig fólk í þorpum og bæjum um alla Papúa Nýju-Gíneu tekur þátt í Undirbúningi fyrir samfélagslegar aðgerðir (UFSA) – bahá’í-innblásnu fræðsluátaki sem stuðlar að getu fólks til að nýta sér vísindalega þekkingu ásamt andlegum meginreglum til að stuðla að þróun samfélags síns.

Ruh segir: „Uppspretta hvatningar þessara þátttakenda ... eru kenningar Bahá’u’lláh, um að „hægt sé að bæta heiminn með hreinum og góðum gerðum, með lofsverðri og sæmandi framferði.““

Þessi djúptæka hugmynd, segir hún, gefur fólki von um að það „geti gert heimili sitt, byggðarlög sín og samfélög betri.“

 

 

Vertu áskrifandi að hlaðvarpi Bahá'í heimsfréttaþjónustunnar.

RSS  |  Spotify  |  Apple Podcasts  |  SoundCloud  |  Tunein  |  iHeart  |  Stitcher