Close

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Tvenndarhátíðin gengur í garð


15. October 2023 Höfundur: rbadi76
Mynd af grafhýsi Bábsins.

Fæðingarhátíð Bábsins gengur í garð í kvöld kl. 18:00 á Íslandi.
Mynd: Erin Mae Kinghorn. Tekin í pílagrímsferð í júní 2023. Grafhýsi Bábsins á Karmelfjalli.

Tvenndarhátíðin, fæðingarhátíðir Bábsins og Bahá’u’lláh, gengur í garð í kvöld kl. 18:00 hér á Íslandi. Af þessu tilefni munu bahá’íar víðsvegar um landið koma saman og minnast fæðingar opinberanda bahá’í trúarinnar og fyrirrennara hans.

Aðeins átta ár eru síðan bahá’íar um allan heim hófu að halda þessar fæðingarhátíðir á sama tíma ársins, en fram að því höfðu bahá’íar í Austurlöndum og Vesturlöndum notað sitt hvort kerfið til að tímasetja þær. Í bréfi sínu dagsettu 10. júlí 2014 kvað Allsherjarhús réttvísinnar á um nýtt kerfi til að ákvarða m.a. tímasetningu tvenndarhátíðarinnar þannig að þær yrðu haldnar hver á eftir annarri eins og Bahá’u’lláh tiltekur í ritum sínum.

Bahá’í helgidagar, eru alls 11 talsins og eru bahá’íar hvattir til að taka sér frí frá vinnu á níu þeirra, ef þeir geta. Lista yfir bahá’í helgidaga má nálgast hér ásamt nánari upplýsingum á íslensku. Einnig heldur opinber vefur Bahá’í heimssamfélagsins úti síðu um dagatalið hér.

Hér fyrir neðan má horfa á myndband sem gert var að beiðni Andlegs þjóðarráðs bahá’ía á Bretlandseyjum um bahá’í tímatalið í tilefni af breytingunni árið 2015: