Nýleg samkoma sem haldin var í Bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Santiago kannar hvernig trúarbrögð geta stuðlað að því að byggja upp samheldnara samfélag.
SANTIAGO, Chile - Embættismenn og fulltrúar stjórnvalda í Chile sóttu nýlega fund sem haldinn var í Bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Santiago. Meðal fundarmanna voru opinberir embættismenn, ráðuneytisstjórar og aðalritari forsetaembættisins, fulltrúar þjóðarskrifstofu fyrir trúarleg málefni í Chile og fulltrúar bahá’í samfélagsins. Tilefni fundarins var að kanna hvernig trúarbrögð geta stuðlað að uppbyggingu samheldnara þjóðfélags.
Umræður snerust um þá heildarhugmynd að þjónusta væri ómissandi þáttur í þjóðfélagslegum framförum. Þjónustuhugtakið felur í sér eðli og tilgang bahá’í tilbeiðsluhúsa, þar sem bænir og íhugun hvetja til þjónustu við allt samfélagið.
„Okkur líður eins við séum heima hjá okkur,“ sagði Álvaro Elizalde Soto, ráðuneytistjóri forsetaembættisins. „Tilbeiðsluhúsið er einstaklega fallegt og sérlega vel hannað sem staður fyrir bæn og íhugun.“
Elizalde Soto, ráðherra, lýsti þakklæti sínu fyrir sögulegt framlag bahá’í samfélagsins til þjóðarinnar. Í máli hans kom fram að hann vildi hlynna að opnara samfélagi í landi sínu.
Macarena Lobos, aðstoðarráðuneytisstjóri, sagði meðal annars að „uppbyggilegar samræður og samvinna við trúfélög væru nauðsynlegar til að efla framfarir sem miða að farsælu samfélagi.“
Verónica Oré, forstöðumaður Bahá’í tilbeiðsluhússins í Santiago, benti á það lykilhlutverk sem meginreglan um einingu mannkyns gegnir í samfélagslegum framförum. „Til að hægt sé að beita þessari meginreglu þarf að endurskipuleggja margskonar mynstur og innviði núverandi þjóðskipulags svo öllum verði gert kleift að taka þátt í mótum réttláts og sameinaðs þjóðfélags.“
Frá því að tilbeiðsluhúsið var vígt árið 2016 hefur það orðið miðpunktur djúpstæðra umræðna ýmissa samfélagshópa um efni eins og öfgar auðs og fátæktar, jafnrétti karla og kvenna, náttúruvernd og efnahagsmál.
[Eðvarð T. Jónsson þýddi frétt Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar]
Á nýlegri samkomu sem haldin var í bahá’í tilbeiðsluhúsinu í Santiago komu saman embættismenn, fulltrúar þjóðarskrifstofu fyrir trúarleg málefni í Chile og fulltrúar bahá’í samfélags landsins til að kanna hvernig trúarbrögð geta stuðlað að því að byggja upp samheldnara samfélag.
Umræður á fundinum snerust um þá hugmynd að þjónusta væri óaðskiljanlegur félagslegum framförum. Þetta hugtak er kjarninn í tilgangi bahá’í tilbeiðsluhúsa, þar sem bæn og íhugun hvetur til þjónustu við samfélagið.
Þátttakendur skoða sögulegar myndir af bahá’í samfélaginu í Chile og bahá’í samfélögum í Suður-Ameríku.
„Okkur líður eins og heima hjá okkur,“ sagði Álvaro Elizalde Soto (vinstri), framkvæmdastjóri forsætisráðuneytis Chile. „Musterið er stórkostlegt og hefur verið mjög vel hannað sem staður fyrir bænir og íhugun. Til hægri: Felipe Duhart, ritari Andlegs þjóðarráðs bahá’ía í Chile.