Þátttakendur á ráðstefnu um Bahá’í fræði tengja andlegar meginreglur við fjölbreytt svið og afhjúpa fersk sjónarhorn til að takast á við áskoranir samtímans sem mannkynið stendur frammi fyrir.
ATLANTA, BANDARÍKJUNUM: Samtök um Bahá’í fræði (Association for Bahá’í Studies – ABS) í Norður-Ameríku boðuðu nýlega til árlegrar ráðstefnu í fyrsta sinn eftir að Covid heimsfaraldurinn hófst. Um 1.900 manns sóttu ráðstefnuna, sem er hluti af umfangsmeiri viðleitni ABS til að flétta saman andlegar meginreglur og innsýn frá ýmsum sviðum þekkingar með það að markmiði að sýna fram á nýjar leiðir til að takast á við þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir.
ABS leggur áherslu á að saman fari skörp vitsmunaleg hugsun og skuldbinding við andlegar og efnislegar framfarir.
Todd Smith, frá framkvæmdastjórn ABS, benti á nauðsyn þess að greina gildi og forsendur í samfélagsumræðunni, sérstaklega þegar þær eru bornar saman við andlegar meginreglur eins og einingu mannkyns, réttlæti og samskipti vísinda og trúarbragða.
Nwandi Ngozi Lawson (efst til hægri), álfuráðgjafi fyrir Ameríku, ávarpaði þátttakendur og vísaði til stefnuskrár samtakanna: „[ráðstefnan] miðar að því að efla líflegt samtal milli fjölbreyttra þátttakenda um hvernig eigi að veita vitsmunalega nákvæmni og skýrleika í hugsun í heimi hugmynda til jafns við skuldbindingu þeirra við andlegar og efnislegar framfarir í heimi gjörða.“
Ráðstefnan fjallaði um margskonar málefni þemu, þar á meðal tengsl mannkyns við náttúruna, áhrif lista á félagslegt réttlæti, áhrif tækni á samfélagslegar framfarir og hlutverk menntunar í baráttunni gegn kynþáttafordómum.
Á ráðstefnunni í ár voru kynntar tíu þemamálstofur sem sprottið höfðu af ýmsum umræðum sem haldnar voru fyrr á árinu, meðal annars í leshópum.
Ein málstofan fjallaði um lýsingu á mannlegu eðli í grunnnámskeiðum í hagfræði og gagnrýndi ríkjandi áherslu á eiginhagsmuni. Selvi Adaikkalam Zabihi lagði áherslu á nauðsyn þess að endurmeta þessar hugmyndir í ljósi sjónarmiða bahá’í trúarinnar á eðli mannsins, óeigingirni og örlæti.
Önnur málstofa undir yfirskriftinni „Þegar ályktanir efnishyggjunnar fléttast inn í nám í líffræði“ bauð nemendum að kafa ofan í ákveðnar forsendur í líffræði sem sjaldan er fjallað um. Taugavísindakonan Tara Raam lagði áherslu á mikilvægi þess að samræma niðurstöður lífvísinda innsýn trúarbragða og varpa ljósi á tvíeðli mannsins, hið efnislega og andlega.
Yasmine Ayman, doktorsnemi í taugavísindum, ræddi það takmarkaða svigrúm sem lífvísindin hafa til að útskýra fyrirbæri eins og meðvitund og lagði áherslu á innri andlegu víddir sem ekki er hægt að rekja til líffræði eða taugavísinda. Hún sagði að trúin veitti innsýn í andlegar víddir veruleikans og gerði kleift að lýsa fyrirbærum eins og meðvitund, tilgangi mannsins og siðferði hans.
Nilufar Gordon, frá skipulagshópi ráðstefnunnar, sagði að hún hefði heillast af þeim anda sem ríkti á ráðstefnunni og ræddi um þann aukna kraft sem fylgt hefði fjölbreyttum hópi ráðstefnugesta, ekki síst hinum yngri.
Þær mikilvægu umræður sem fóru fram á ráðstefnunni verða teknar til frekari umfjöllunar í komandi ABS leshópum og málstofum. Hægt er að horfa á upptökur frá allsherjarfundum ráðstefnunnar hér. (hér ætti að koma hlekkur)
[Eðvarð T. Jónsson vann útdrátt upp úr frétt Bahá’í heimsfréttaþjónustunnar á news.bahai.org]
Nilufar Gordon, skipuleggjandi teymi ráðstefnunnar, sagði í hugleiðingum um ráðstefnuna: „Að upplifa svo líflega ráðstefnu aftur í eigin persónu var sérlega ánægjulegt. Hún útskýrði að "aukin fjölbreytni og eftirtektarverð nærvera ungra fundarmanna jók kraftinn."